Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 14
8
Sigurður P. Sívertsen:
Prestalélagsritið.
Marteinn Lúther notaði þennan mælikvarða og lagði
dóm á bækur Biblíunnar með það í huga, livort þær
boðuðu Krist eða ekki, þ. e. hve vel þær endurspegluðu
anda Krists eða væru í samræmi við kristilega lífsskoð-
un. — En þessi sannindi um Krist sem leiðtoga við
lestur Biblíunnar náði lengi fram eftir aðeins til tiltölu-
lega fárra manna, og margir áttu erfitt með að átta sig
á honum. Stundum gleymdist hann að mestu eða öllu.
Afleiðingin varð sú, að menn rugluðu saman opinberun
Gamla-testamentisins og opinberun Krists í Nýja-testa-
mentinu. Þeir lásu Gamla-testamentið með þeirri hugsun,
að þar fyndist jafn fullkominn og algjör sannleikur og
sá, er vér kynnumst i Nýja-testamentinu af prédikun
Jesú og líferni. Sem vænta mátti gat ekki hjá þvi farið,
að menn, sem lásu Bibliuna á þennan hátt, oft og tíð-
um yrðu fyrir vonbrigðum. Þeir ráku sig við lestur
Gamla-testamentisins á ýmislegt ófullkomið í trúarskoð-
unum Gyðinga og i siðakenningum þeirra. Það varð til
þess að hneyksla þá og særa trúartilfinningu þeirra.
Hættu sumir af þeim ástæðum að lesa í Biblíunni. Þeir
skildu hana ekki og gátu ekki samrýmt margt í G.t. við
kenningu Jesú í N.t., nema þeir færu að nota óeðlilegar
skýringaraðferðir og kæmust á þann hátt inn á hála og
varhugaverða braut, sem leitt gat út í hinar mestu öfgar.
Alt er léttara fjæir hvern þann, er les Biblíuna með
Jesú Krist að leiðtoga sinum. Þar hefir lesandinn fastan
mælikvarða. Kristur er leiðtogi hans um hið rétta mat á
Biblíunni í heild sinni og einstökum ritum hennar. Til
Krists verður lesandinn að leita, er hann vill fá réttan
skilning á því, hvaða trúar- og siðgæðishugmyndir hann
eigi að aðhyllast og telja sannar og áreiðanlegar. Alt ber
honum að miða við Krist og hans leiðsögu á hann að
lúta. Kristur er Guðs orðið, hin fullkomna opinberun
Guðs, og það ekki aðeins með prédikun sinni, heldur einn-
ig, og það engu siður, með öllu líferni sínu og framkomu.
Af þessu leiðir, að ekki er sama hvar er byrjað að lesa