Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 16
10
Sigurður P. Sívertsen:
Prcstafólagsritiö.
Lesa má guðspjöllin í þeirri röð, sem þau standa í N.t.
En margt mælir með því að lesa fyrst Markúsarguðspjall,
þá Matteusar, svo Lúkasar og síðast Jóhannesar.
Bezt er að lesa guðspjöllin í heild, án þess að sleppa
nokkru úr, í hverri röð sem þau eru lesin. Með því fæst
bezt heildarmynd af Kristi, og það er mest um vert.
Næst er að kynnast sem bezt fyrstu lærisveinum
Krists, eiiis og Postulasagan segir frá þeim. Sá lestur
getur einnig verið mjög lærdómsríkur og gagnlegur. Því
að þar er sagt frá mönnum, sem vilja feta í fótspor Krists,
og þar er lýst samlífi i trú og tilbeiðslu og óeigingjörn-
um kærleika. Þar er lýst festu og þreki og öruggleika
þeim, sem trúin veitir.
Þú koma bréf Nýja-testamentisins. Ef of mikið þykir
að lesa þau öll í samhengi, er ráðlegt að l&sa fyrst valda
kafla t. d. þrettánda kapítulann í fyrra Korintubréfi,
fjórða kap. í Efesusbréfinu, og fjórða kap. i fyrsta Jó-
hannesarbréfi. Á eftir þeim köflum ætti að lesa safnað-
arbréfin sjö í Opinberun Jóhannesar 2. og 3. kap., og
að síðustu 21. og 22. kap. i sömu bók, með liliðsjón af
sálmi séra Valdimars Briems: „Eg horfi yfir hafið“.
Þegar lokið er lestri Nýja-testamentisins, standa menn
betur að vígi við lestur Gamla-testamentisins og réttan
skilning á því. En gæta verður þess að miða alt við Krist,
og liafa fast í huga, að í G.t. birtist trúarsaga Gyðinga-
þjóðarinnar, en ekki hin fullkomna opinberun. Þessvegna
er engin ástæða til að hneykslast, þótt ýmislegt sé þar
ófullkomið og ósamrýmanlegt anda Krists. G. t. lýsir ó-
æðra opinberunarstigi, sem dæmast verður og metast á
mælikvarða æðstu opinberunarinnar. Alt það, sem er i
samræmi við líf Krists og kenningu, hefir gildi fyrir oss
sem réttur leiðarvísir til þess að gjöra oss trúaðri og betri.
En alt, sem er í ósamræmi við hugarstefnu Krists, er af
Kristi sjállum dæmt lægra opinberunarslig, og hefir því
ekki gildi f>TÍr oss. Ef alt væri fullkomið í G. t., hefði