Prestafélagsritið - 01.01.1933, Qupperneq 20
M' Sigurður P. Sívertsen: Prestafélagsritið:
mentuðustu Indverja vildi ekki og gat ekki lekið við
kristindóminum í þeirri mynd. En þá uppgötvuðu þeir
Krist guðspjallanna, að honum gálu þeir dáðst, og um
liann voru þeir sólgnir að lieyra, sömu mennirnir, sem
elcki höfðu viljað aðhyllast kristindóminn í kennisetn-
ingabúningi Vesturlandaþjóðanna. Þeim skildist, að krist-
indómurinn væri Kristur sjálfur og kristinn væri sá, sem
fylgdi Ivristi sem lærisveinn hans. Og að sama skapi sem
kristniboðunum skildist þessi aðgreining, opnaðist þeim
starfssvið meðal hinna æðstu stétta Indlands.
Þetta er merkileg uppgötvun manna í fjarlægri heims-
álfu, þvi merkilegri fyrir oss Vesíurlandabúa, þar sem
það er sama uppgötvunin scm hefir verið að gjörast vor
á meðal nú á síðustu árum.
Hverjum, sem vill eignast Krist að lifandi frelsara, og
það sem minst hjúpaðan klæðum heimspekilegra skýr-
inga og erfikenninga, má óhætt ráða til að lesa guðspjöll
vor og drekka þar í sig hugarstefnu hans og á þann hátt
mótast af honum. Allur biblíulestur er lítilsvirði sem
meðal til þess að verða trúaður og góður maður, nema
sá, sem miðar alt við Krist sjálfan, metur alt eftir hans
leiðsögu og lofar honum að vera leiðtoga sinn til föður-
ins.
Kristur alt og í öllum (Kól. 3, 11) á að vera markmið
]>að, er bibliulestur vor stefnir að.
íslendingar þúrfa að verða biblíulesandi þjóð. Trúar-
lega og siðferðilega má þjóð vor ekki við því að missa
af uppbyggingu þeirri, sem i Biblíunni felst, sé hún rétt
lesin, með Krist að leiðtoga.
Erhidi ]>etia vil ég svo enda með ummælum úr bréfi
til mín, rituðu í London 23. febr. þ. á. Það er frá guð-
fræðikandídat, sem dvaldi alllengi í Englandi síðastlið-
inn vetur til framhaldsnáms, og kyntist þar ýmsum
kirkjulegum félagsskap og hreyfingum, þar á meðal
krislilegum félagsskap meðai stúdenta og ýmsra annara
námsmanna. Hann skrifar meðal annars á þessa leið: