Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 21
PrestafélagsritiO.
Biblíulestur.
15
„Það mun almennt álitið, að áhugi stúdenta og annara
námsmanna á Englandi fyrir kristindómsmálum sé meiri
nú en hann var fyrir ófriðinn mikla, og að hann fari
vaxandi".
Mér þótti undurvænt um þessar góðu fréttir, sem
voru í fullu samræmi við margt það, er ég vissi ann-
arstaðar frá um kirkjulíf á Englandi. Og þótt margar or-
sakir megi rekja til þessa vaxandi kristindómsáhuga þar
i landi, getur mér ekki dulist, að hann stendur í nánu
samhandi við biblíulestur ensku þjóðarinnar. Enda er
það næsta eftirtektarvert tákn tímanna, að á þessum síð-
ustu árum, þegar erfiðleikar í fjármálum hafa verið að
sliga þjóðirnar, hefir sala á Biblíum aukist en ekki mink-
að á Englandi, og hagur Brezka biblíufélagsins, að þvi
er mér hefir skilist, aldrei staðið með meiri blóma en nú.
Eg tel engan vafa geta leikið á þvi, að Biblían, rétt les-
in, hafi hin víðtækustu áhrif á trúarlíf og siðferðilegt á-
stand liverrar þjóðar.
Er þá að undra, þótt sú ósk sé mér rík i huga, að þjóð
vor læri hetur en nú á sér stað að hagnýta sér hina
ómetanlegu fjársjóði Biblíunnar, svo að áhugi hennar
fjrrir kristindómsmálum og andlegur þroski megi sífelt
fara vaxandi.
Eg fulltreysti því, að þeim fjölgi óðum innan kirkju
vorrar, er bera þessa sömu ósk í hrjósti andlegri móður
vorri til handa, og gjöra hana að daglegu hænarefni sínu.
„Lyí't, göfga inóðir, höfði hátt
i heitri hæn um æðra mátt“.