Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 22
Prestafélagsritiö.
V
ALBERT SCHWEITZER
LÆKNINGATRÚBOÐI.
Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup.
Eitt hið áhrifaríkasta atriði í trúhoðsstarfsemi vorra
tima í heiðnum löndum er lækningatrúboðið svonefnda,
sem um næstliðna hálfa öld hefir eflst stórkostlega. Hin
óumræðilegu bágindi, sem trúboðarnir urðu sjónarvott-
ar að í starfi sínu meðal heiðinna þjóða, opnuðu fjæst
augu manna fyirir nauðsyn þessarar greinar trúboðs-
starfsins. Einkum voru það þó bágindi af völdum hinna
og þessara sjúkdóma, sem fengu mönnum mikils, -
bágindi, sem enginn þarlendra manna bar minsta skyn
á og þá vitanlega ekki heldur hafði nokkur tæki til að
vinna bug á. Að visu kom það fyrir á fyrra helmingi
næstliðinnar aldar, að menn með læknisfræðilegri ment-
un tóku trúboða-köllun og fengu tækifæri til að nota þá
sérmentun sína í þágu trúboðsins. Og á liinn bóginn var
það ekki sjaldgæft, að menn, sem tekið höfðu þann á-
setning að helga guði og ríki hans starfskrafta sína sem
trúboðar, gerðu sér að skyldu að afla sér lítilsháttar
þekkingu í iæknisfræði áður en þeir héldu að heiman.
til þess jafnframt að geta liðsint sjúkum mönnum, sem
verða kynnu á vegi þeirra, en engin völ var á ment-
uðum mönnum til að liðsinna.
En því betur sem menn kyntust öllum ástæðum al-
mennings í heiðnum löndum, þess auðsæiTÍ varð kristn-
um mönnum nauðsyn þess að mynda félagsskap, sem af