Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 26
20
Jón Helgason:
Prpstafélagsrilið.
sinni fyrir skólabækur sínar. Hann niinnist og á farand-
sala af Gyðingakyni, er einatt kom til Gunsbach með
ásna, er dró vörukerru hans um götur bæjarins. Farand-
salinn var ærið sérkcnnilegur maður, sem drengirnir ]>ar
í bænum hentu gaman að og höfðu ýmsa gletni í frammi
við, og var Albert stundum í hópnum með þeim. En
því veitti hann eftirtekt, að hvernig sem strákarnir
létu við Gyðinginn, þá skifti hann aldrei skapi svo séð
yrði, heldur brosti við gletni þeirra og smáhrekkjum
eins og ekkert væri um að vera. „Af Gyðing þessum“
— segir Schweitzer —- „lærði jeg fyrst, svo að mér gleymd-
ist það aldrei siðan, hve mikilsvert það er að geta tekið
ofsóknum og mótgerðum annara með þögn og þolinmæði.
Frá þriðja atvikinu skýrir Schweitzer í æskuminningum
sínum, sem hér skal sagt frá: Dag einn á heimleið frá
skóla lenti Albert í áflogum við einn af félögum sínum,
sem var honum meiri að vexti, en naumast að hurðum,
því svo fóru leikar, að félaginn varð undir i viðureign-
inni. Alhert þóttist maður að meiri þar sem liann lá
ofan á félaga sínum. En alt stærilæti hvarf honum úr
huga, er félagi hans, sem undir var, mælti til hans þess-
um orðum: „Ef ég hefði fengið kjötsúpu að eta tvisvar
í viku eins og þú, þá hefði ég getað jafnast við þig að
kröftum og ekki orðið undix’“. Þessi orð félaga hans
fengu svo á Albert, að hann gekk hryggur heim. Hon-
uin skildist alt í einu, að misjöfn eru mannanna kjör og
frá þeirri stundu varð það honum mikið áhugamál, að
láta sem minst bera á því, að hann væri betur settur
að lifskjörum en jafnaldrar hans og félagar. Með þessu
var fyrsta undirstaðan lögð að næmum skilningi hans
á hinni kristlegu jafnaðar-hugsjón og á skyldum manns-
ins við þá, er eiga við erfiðu lifskjörin að húa, og hefir
sá skilningur lýsti sér fagiudega i öllu lífi hans og starfi
siðar á æfinni.
Frá föður sinum og einkum þó frá nxóðurföður sínum
hafði Albert Scliweitzer fengið að erfðurn tónnæmi á