Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 28
22
Jón Helgason:
Prestafélagsritió.
rýnigáfu. Sérstaklega varð hann hugfanginn af Nýja
testamentinu, en af öllu innihaldi þess var þó ekkert, er
tæki huga hans fanginn í líkingu við Fjallræðuna. Og kær-
leikshoðun Jesú og lcröfur hans til mannanna um að láia
öðrum kærleika i té og þeim mestan, sem mesta liefðu
þörfina fyrir kærleikann, varð til þess að móla allan hfs-
feril Iians.
Að fullnuðu háskólanámi gerðist Alhert Schweitzer
prestur við Nikulásar-kirkjuna í Strassborg og skömmu
síðar varð hann, jafnframt prestsstarfinu, kennari við
háskólann þar í borginni. Hann vakti þegar frá byrjun
háskóla-kenslustarfsins hina mestu athygli sem maður
óvenjulega skýr í öllum útlistunum sínum, en jafnframt
frumlegur. En þótt hann snemma væri djarfari í athug-
unum sinum og ályktunum en námsmenn þar liöfðu van-
ist, flyktust þeir að fyrirlestrum hans og litu upp til hans
sem þess manns, er mundi verða meginprýði liins gamla
Strassborgarháskóla. En jafnframt gerðist liann brátt hinn
afkastamesti tii bókagerðar og frá liendi lians rak hvert
ritið annað, ýmist guðfræðilegs eða heimspekilegs efnis,
svo að hann á skömmum tíma varð frægur vegna ritverlca
sinna um allan heim mótmælenda. Því er ekki að neita að
rit hans voru sízt öllum jafnt að skapi. Gamaltrúuðu fólki
þótti hann ærið róttækur í skoðunum sínum og útlistun-
um. Sérstaklega stóð styr mikill um nafn hans út af riti
einu um „Sögu rannsóknanna á æfi Jesú‘“. Kom það sér þá
vel fyrir Schweitzer að hafa ungur öðlast skilning á hve
mikilvægt er að geta tekið illindum og mótgerðum með
þögn og þolinmæði, enda varð hann fjTÍr margvíslegu
aðkasti eftir framkomu nýnefndrar bókar. Því að þar
er ekki aðeins um sögulega greinargerð að ræða, heldur
var tilgangur ritsins meðfrm sá, að reyna að rjúfa þann
mikla leyndardóm, sem umlykur verund og verk Meist-
arans mesta. Að visu er gagnrýni hans mjög svo róttæk
á köflum, en þar er sizt um óvandaða gagnrýni að ræða,
sem einvörðungu miði að því að rífa niður hugmyndir,