Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 32
26
Jón Helgason:
PrestafélagsritiÖ.
um lil slíJcra verka eða stofnunum, er þau önnuðust. Og
embættisbræður hans við liáskólana — meðal þeirra jafn-
vel guðfræðingarnir — töldu þessa áformuðu ráðabreytni
nánast geðbilunar-vott lijá jafn mætum og mikilsverð-
um lærdóms- og vísindamanni. En Schweitzer tók öllu
þessu með stakasta jafnaðargeði og sat áfram við sinn
keip.
Þá har svo við dag einn um haustið 1905, — Schweit-
zer var þá fyrir nokkuru orðinn þrítugur að aldri — að
iiann fann á skrifhorði sinu áskorun nokkra frá París-
artrúboðboðsfélaginu þess efnis, að menn, sem til þess
væru hæfir, gæfu kost á sér að takast á hendur lækn-
inga-trúboðastarf í frakkneska liluta Kongó-landanna í
Suðurálfu. Schweitzer leit á jietta sem æðri bendingu, og
köllun frá Guði. En jafnsnemma var honum ljóst, livað
annað eins framtíðarstarf heimtaði. Það heimtaði af
honum, liinum lærða guðfræðing, djúphugula heimspek-
ingi og frábæra tónlistarmanni, að hann seltist nú aflur
við nám sein læknisefni. Því að fyr en hann liefði lokið
fullaðarnámi i þeirri grein gæti liann ekki boðið sig
fram sem trúboðslæknir. Þetta gat hann sagt sér sjálfur.
En verkefnið, með fenginni lækniskunnáttu að ráða bót
á eymdarhögum, bæði líkamleguin og andlegum, þar-
iendi'a manna í frumskógum Suðurálfunnar, var of göf-
ugt til þess, að liann gæti látið því ósinnt. Og fram-
kvæmd fylgdi áformi hér sem oftar í lífi þessa óvenju-
lega manns. Sem að líkindum lætur vakti það hina mestu
eftirtekt, er hinn stórlærði husjónamaður og guðfræði-
kennari þá um haustið innritaði sig sem læknisnema í
læknadeild Strassborgarháskólans, sem hann sjálfur var
kennari við. Því að Schweitzer lagði ekki þegar niður em-
hætti sitt sem háskólakennari og prestur, lieldur hélt hvoru-
tveggja áfram. Ræður að líkum, að mönnum hafi þótt
það furðusjón þar í liáskólanum, að sjá sama manninn
í annari kennslustofunni hlusta sem lærisvein á kenslu
í líffærafræði o. ö. þvíl. og hverfa svo þaðan inn í