Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 33
Prestafélagsritiö.
Alberí Schweitzer.
27
aðra lcenslustofu, til þess sem prófessor að miðla guð-
fræðinemendunum af djúpsettum lærdómi sínum. Þótt
þetta tiltæki Schweitzers vekti mikið umtal meðal Strass-
horgarhúa, þá dró það engan veginn úr aðsókninni að
guðsþjónustum hans á sunnudögum. Því að hann hélt
einnig áfram prédikarastarfi sinu og það með sívaxandi
aðsókn. Hann hafði verið meðstofnandi tónhstarfélags
eins í Parísarborg, sem eingöngu fékst við tónlistaverk
sniilingsins ódauðlega Joli. Sebastians Bachs. Schweitzer
hætti eklci heldur afskiftum sínum af þessum félagsskap
vegna ráðabreytni sinnar, heldur skauzt á hverjum vetri
til Parísarborgar til þess að aðstoða félagið við Bach-
hljómleika, sem það liélt uppi, því að meðferð hans á
snildarverkum Bachs, bæði skilningi lians og ieikni, var
viðbrugðið, svo að í þeix-ri grein þótti liann taka flest-
um fram. Þessu öllu hélt Scþweitzer áfram lengst af
um sex ára skeið jafnframt því sem hann af miklu lcappi
stundaði læknisfræði-nám sitt. Ber þetta vott um hvort-
tveggja í senn fádæma vinnuþrek og óvenjulegan áiiuga
uaus og marksækni, enda var hann mikill að burðxmi
°g hraustmenni til Iieilsu. Að loknu læknisfræðinámi á
hltöiulega stuttum tíma dvaldist hann urn hríð bæði í
Lundúnum og Parísarborg til að fullkomna sig enn meir,
°g við Parísarháskóla varði hann doktors-ritgerð í lælcn-
isfræöi. En áður var hann bæði doktor í heimspeki og
guðfræði.
Eftir þennan sjö ára undirbúningstíma áleit Schweit-
2er, að hann lxefði aflað sér svo mikillar sérmentunar i
læknisfræðinni, að hann gæti boðið Pai-ísar-trúboðs-fé-
iuginu þjónustu sína. En nú kom babb i bátinn, sem
Sckweitzer liafði ekki gert ráð fyrir. Trúboðsfélagið
hafnaði tilboði hans. Því þótti Schweitzer ekki nægilega
‘étttrúaður til þess að það gæti beinlínis tekið hann í
þjónustu sína og kostað trúboða-starf hans, enda þótt
hann væri prestsvígður maður fyrir. Hið eina, sem þetta
annars svo merka félag þóttist geta látið honum í té, var