Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 39
Prestafélagsritið.
Albert Schweitzer.
33
bjálpar og hann dæmdur til að láta hús það standa autt
og ónotað, sem hann með svo miklum erfiðismunum
hafði komið upp, á eigin kostnað að öllu leyti, og sjálf-
ur unnið að. Að vísu vissi hann ekki fremur en aðrir hve
lengi þessi hildarleikur mundi standa, en það eitt, að
slíkur ófriður gat risið með kristnum menningarþjóðum,
varð lionum hið sárasta umhugsunarefni næstu mánuði
eftir að „verkhannið" skall á. Á þessum mánuðum sköp-
uðust í huga hans megindrög ritverks eins, sem nokkur-
um árum síðar kom á prent og vakti mikla athygli, um
„Vandamál menningar vorra tima“.
En lækningabanninu var létt af þegar kom fram á haust-
ið. Frá og með nóvember skyldi honum vera heimilt að
halda áfram lækningastarfi sínu. Þetta var þeim hjónun-
um báðum liið mesta gleðiefni, og svertingjunum lika.
Að vísu hafði hann kent nokkurrar bilunar á heilsu þetta
sumar, blóðleysis og taugaveiklunar. En alt að einu tók
iiann þegar til starfa aftur, og áður en hann vissi af, var
hvert rúm skipað i sjúkrahúsi hans. Vegna ófriðarins var
uú öllu sambandi þar syðra slitið við umheiminn. Hvorki
Sut hann komið frá sér bréfum til vina sinna heima,
ué fengið nokkurt bréf eða blað að heiman. Hann var
svo einangraður, sem mest mátti verða. En viljaþrek
hans og hin frábæra skyldurækni við mannúðarstarf sitt,
hélt lionum uppi i þessari tilfinnanlegu einangrun hans
°g konu hans. Þegar hann var þreyttastur á kvöldin eftir
oslitinn vinnudag, settist hann við hljóðfærið sitt þegar
heim kom og „hvíldist sætlega í faðmi tónsillingsins
mikla“, þ. e. Bachs. „Hvergi er sálu mannsins hollara að
hafast við en í undraheimi tónanna þegar kraftar likam-
ans eru að þrotum komnir. Þar betur enn nokkursstað-
ar annars gleymist hinn tilgangslausi skarkali lífsins og
fátkendu umsvif“. Annars settist liann við skkrifhorðið sitt
°g trúði pappirnum fyrir liugsunum sinum, sem þá oft-
ast snerust um „gjaldþrot siðmenningarinnar“, sem
heimsófriðurinn hafði, að lians dómi, betur og átakan-
3