Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 40
34
Jón Helgason:
Preslafélagsritiö.
legar leitt í Ijós en nokkuð annað. En hvað koma ætti í
stað siðmenningarinnar og trúandi væri til að reisa mann-
heiminn við, það var vandamálið mesta og um leið erf-
iðast viðfangs. Hann var fyrir löngu orðinn allra manna
kunnugastur Nýja-testamentinu sínu. Þó sökti liann ser
nú niður í það á nýjan leik með þessi miklu vandamál
nútímans bak við eyrað, í þeirri von að finna þar ráðn-
ingu gátunnar. En því lengur sem hann hugsaði málið,
þéss sannfærðari varð hann um, að eina hjálpin til við-
reisnar heiminum væri frumkristindómurinn, eins og
hann hlasti við manni í Nýja-testamentis-ritunum. Alt
væri undir því komið, að hið innra líf, sálarlíf einstakling-
anna, fengi að njóta sín og ná óþvingað fullkomnun sinni.
En það fengi sálarlíf einstaldingsins ekki meðan heim-
urinn væri eins og nú væri hann. Vélamenningin (ef
„menning“ skyldi kalla) væri skæðasti óvinur hins and-
lega lífs og lífsþróunar að því takmarki, sem skaparinn
hefði sett. Viðréttinguna væri einvörðungu að fá fvrir
kristilega lifsskoðun frumkristninnar. Hún væri eins og
geisli frá guðdómlegri sól kærleikans — hún væri meira
að scgja og þegar alls er gætt hinn guðdómlegi kærleikur
sjálfur —, þar sem hún legði megin áherzlu á sektarkend-
ina og gerði mannelskuna og auðmýktina að meginskil-
yrðum hins fullkomna sálarlífs, en aðal þess væri þrá-
in eftir að þjóna öðrum í kærleika. En til þess að þjóna
öðrum í kærleika útheimtist um fram alt óslitin sjálfs-
þjálfun hins innra manns í auðmjúkri sálfsafneitun og
fórnfýsi að dæmi Jesú Krists. Þessari lífsskoðun sinni
varð Schweitzer með degi hverjum samlifari og hún
verður nú til þess að móta alt starf hans meðal hálf-
viltra svertingjanna og mannætanna þar syðra. Hún varð
jafnframt sá meginkraftur lifs hans, sem hélt honum
uppi i einangruninni og varðveitti liann frá öllu hugarvíli
vegna margvíslegra vonbrigða, sem á vegi hans urðu,
svo að hann saknaði aldrei fyrri tilveru sinnar eða kendi