Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 43
Prestaféiagsritið.
Albert Schweitzer.
37
mann og listamann. Alt þetta gaf þá líka svo mikið i
aðra hönd, að í febrúar 1924 gat Schweitzer lagt af stað
suður á nýjan leik. En því miður varð hann að skilja
eftir bæði konuna sína og fimm ára dóttur þeirra,
eflir heinni skipun lækna, er töldu það of mikla áhættu
að fara með þær suður í liitabelti, eins og heilsu þeirra
var farið, einkum þó heilsu frúarinnar. Ræður að líkum
hve þunghært það hefir orðið að vera fyrir Schweitzer
að skilja þær eftir, þótt lítið léti hann á því bera. Hetju-
lund hans sýndi sig í því sem öðru.
Alls yfir er það því sem næst óskiljanlegt hve miklu
Schweitzer hafði fengið afkastað i þessari Evrópu-dvöl
sinni. Þrátt fvrir öll ferðalögin vegna fjársöfnunarinnar
vanst lionum tími til að fullkomna sig í læknislistinni,
sérstaklega í uppskurðarlistinni, og í augnlækningum.
Einnig sótti hann námskeið fyrir tannlækna. En jafn-
R'amt öllu þessu vanst lionum timi til að fullgera tvö
merkileg rit og koma þeim á prent. Annað var um „Úr-
kynjun siðmenningarinar og endurreisn“, hitt um
i.Kristindóminn og heimstrúarbrögðin“ — hvorttveggja
agæt rit, sem veitt var mikil eftirtekt.
Þegar kom aftur til Lambarene, biðu lians mörg verk-
eíni. Húsin, sem hann hafði komið sér upp, voru nú öll
nieira og minna skemd og úr sér gengin eftir sjö ára
fjarveru lians, þar á meðal bæði íbúðarhús hans og sjúkra-
húsið. Hann lét þetta þó engan veginn á sig fá, heldur tók
liann jafnskjótt að vinna að endurhótum á þeim með til-
újálp nokkurra þarlendra manna. Hagur manna þar
syðra hafði í mörgu tilliti stórversnað meðan ófriður-
mn geisaði hér í álfu og nýlendustjórnin þar syðra hafði
orðið að skera við neglur sér allan aðflutning sjálfsögð-
ustu lifsnauðsynja. Og heilsufarið hafði farið liríðversn-
aridi þar syðra þessi ár, þar sem enginn var læknirinn að
leita til nær en i 200 rasta fjarlægð. Hér reið því lífið á
að koma upp sjúkrahúsinu sem allra fyrst, svo að ekki
þyrfti að láta neinn frá sér fara óbænheyrðan. Þetta tókst