Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 44
38
Jón Helgason:
PrestafélagsritiÖ.
enda fyr en búist varð við. En fyrirhafnarlaust var þaö
ekki. Sjálfur varð Schweitzer altaf að vera með í verk-
inu sem yfirsmiður. Á morgnana gegndi hann læknis-
störfum sínum, en upp úr hádeginu tók hann sér hamar
og sög í hönd, gekk að verki sínu eins og hefði hann aldrei
við annað fengist og vann á við þrjá þarlenda. Þetta end-
urreista sjúkrahús hans tók 150 sjúklinga. En það kom
í ljós jafnsnemma og sjúkrahúsið fyltist, að það fullnægði
ekki þörfinni. Aðsóknin var meiri en noklcru sinni áður.
Margir voru svo langt að komnir, að engin leið var tii
að gera þá afturreka. Hér var því einskis annars kostur
en að reyna að koma upp nýju sjúkrahúsi. Og Schweitzer
valdi þann kostinn — vitanlega! Jafnskjótt og lokið hafði
verið smíði hins fyrra, var tekið að vinna að hinu nýja.
Slcyldi það liggja lengra uppi í landi. Bygging þess gekk
ótrúlega fljótt, því nú gat Schweitzer sjálfur offrað meiri
tíma en áður til eftirlitsins með byggingunni. Því að að-
staðan hafði breyzt mjög til batnaðar við það, að hann
hafði nú fengið tvo aðstoðarlælcna og tvær hjúkrunar-
konur frá Norðurálfu til að aðstoða sig í starfinu, enda
var það orðið langsamlega ofvaxið eins manns kröftum,
jafnvel með vinnuþreki Schweitzers.
En alt þetta kostaði meira fé en Schweitzer hafði handa
á milli. Honmn var í mesta máta óljúft að hverfa nú
aftur frá starfi sínu, sem komið var í bezta horf. En hjó
því varð blátt áfram ekki komist. Hann einn gat ráðið
fram úr fjárhagsörðugleikunum. Hins vegar gátu að-
stoðarmenn hans haldið áfram starfinu i fjarvein hans,
svo fyrir þeirra liluta sakir gat hann fremur nú en áður
farið „að heiman“.
Um haustnætur 1927 kom hann aftur til Evi'ópu. Við-
tökurnar voru engu óglæsilegri en hið fyrra skiftið, FuII
tvö ár ferðaðist hann um meginland Norðurálfunnar í
fjársöfnunarerindum og varð mikið ágengt ekki síður
en hið fyrra skiftið. Eftir tveggja óra dvöl í Evrópu hélt
hann i ársbyrjun 1930 aftur suður til Kongó. Voru nú í