Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 50
Prestafélagsrttið.
KRISTSMYND.
Otvarpserindi.
Eftir séra Árna Sigurðsson, fríkirkjuprest.
(iuðspjöllin, og þá fyrst og fremst samstofna guðspjöll-
in, eru heimildarrit um jarðlíf Jesú Krists. Sögulegt sann-
leiksgildi þeirra er staðfest af rannsóknum og gagm-ýni
lærðustu vísindamanna á því sviði, og er vafalaust í aug-
um allra þeirra, sem dómbærir geta talist um þau efni.
í þessum heimildum blasir við oss sönn mynd af per-
sónu Frelsarans, af hugarfari hans og hjartalagi, af kær-
leikslífi hans og fórnardauða. Þar, og í bréfi Páls postula
liinu fyrra til Korintumanna, geymast og vitnisburðir,
samtímamanna og sjónarvotta um upprisu hans og opin-
beranir eftir dauðann. I öllum þessum söguheimildum
er mynd manns-sonarins, eins og hann sjálfur nefndi sig
oftast, sjálfri sér samkvæm frá upphafi til enda, mann-
leg i æðsta skilningi, en um leið meir en mannleg, svo að
þar sannast orðin: „Sá, sem hefir séð mig, hefir séð föð-
urinn“.
En það er ein hlið Krists-myndarinnar, sem hinar rit-
uðu lieimildir Nýja-testamentisins sýna oss hvergi bein-
línis. Það er hin jarðneska, líkamlega ásýnd hans og
útlit. Heimildirnar veita oss enga lýsingu á því. Það
skifti svo htlu máli í augum þeirra, er ritin skráðu.
En síðan liafa kristnir menn á öllum öldum reynt að
bæla sér þetta upp. Margar Krists-myndir hafa verið
gerðar. Æðstu snillingar myndlistarinnar hafa beitt öll-