Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 51
Prestafélagsritið.
Á. S.: Kristsmynd.
45
um mætti ímundunarafls síns, hugkvæmni og snildar við
þetta háleita viðfangsefni. Öld eftir öld hafa orðið til lista-
verk, þar sem reynt hefir verið að leiða mönnunum fyrir
sjónir ytri ásýnd .Tesú, eða að m. k. vekja hugmyndir
þeirra um, hvernig ytra útlit hans hefði getað verið. Dá-
samlega fögur eru þau listaverk mörg, og bera vott um
lotningu snillinganna fyrir viðfangsefninu. Þau sýna oss,
«ð öllum ber saman um, að slíkur persónuleiki hafi, einn-
'y í ytra útliti, hlotið að bera vott um tign og göfgi þess
a»da, sem þar var holdi klæddur. En engin þessara
mynda flytur oss, sem heldur ekki er við að búast, neitt
fuHnaðarsvar við þessari spurningu, sem þó hlýtur jafn-
an að vera kristnum mönnum hugðnæmt umhugsunar-
efni: Hvernig var hann að ytri ásýnd, sem i öllu hugar-
fari og lífi var æðstur og beztur allra, sem af konu eru
fæddir?
Mig langar til í þessu stutta erindi að segja yður frá
nyútlcominni þýzkri bók, sem liefir meira og merkilegra
efni fram að bera um þetta mál, en nokkur önnur bók,
seni ég hcfi lcvnt mér. Dr. Guðmundur Finnbogason vakti
athygli mina á bók þessari í haust, er landsbókasafnið
öafði nýlega eignast liana. Bókin er eftir þýzkan fræði-
mann, Franz Wolter, og heitir á þýzku: „Wie sah Ghristus
aus?“ eða á íslenzku: Hvernig var Kristur ásýndum?
Mun ég nú draga saman og segja frá efni hennar eftir
i)vi sem mér er unt í stuttu máli.
Höfundur hefur mál sitt með því að kannast við, að
aflar hinar mörgu myndir af Kristi, sem almenningi séu
kunnar fram að þessu, séu að miklu leyti hugmyndir,
sem listamennirnir hafi skapað sér. Myndimar megi
greina i tvo aðalflokka. I öðrum flokknum sé Kristur
sjTidur sem fulltiða maður, skeggjaður, en í hinum sem
skegglaus maður, ungur að aldri, jafnvel sem drengur
eða unglingur. Hingað til hafa engar öruggar heimildir
t undist, er hér geti skorið úr. En við fornleifarannsóknir,
er tóru fram i Jerúsalem fyrir rúmum 25 árum, hefir