Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 58
52
Arni Sigurðsson:
Prestafélagsritið.
myndir úr Katakombunum í Rómaborg, sem eru sýnd-
ar í bók hans, lýsir þeim, og sýnir fram á, að þessar
myndir marlca nýja stefnu í þess konar myndagerð, og
sýnir með mörgum líkum og rökum fram á, að þær
séu alt annarar tegundar en þær Krists-myndir, er áð-
ur hafi tíðkast (skegglausu unglingsmyndirnar), og
spyr síðan: Hvernig stendur á því að hér er brotið í bág
við fyrri stefnu og lagt inn á nýja braut? Hann svarar
spurningunni sjálfur á þessa leið: Hér hljóta menn að
hafa rekist á eitthvað nýtt, frumlega mynd, andlitsmynd
af Iíristi sjálfum, líka þvi sem hann var á jarðvistar-
dögum sínum, eða að m. k. eftirmynd af þeirri mynd.
Jafnframt bendir hann á ýms einkenni þessara mynda,
sem sýna, að þótt þær sjálfar sé málaðar, muni fyrir-
myndin vera mótuð mynd eða höggmynd. Form mál-
verkanna bendi til þess.
Og í þessu sambandi dregur þá liöf. fram upphaflegu
Kristsmyndina, sein hann telur vera. Myndin fanst nál.
árinu 1905 austur í Jerúsalem. Grískur kaupmaður eign-
aðist hana þar, og flutti hana til Þýzkalands ásamt fleiri
fornmenjum. Var hún keypt í Múnchen og er nú geymd
þar. Myndin er ekki nema höfuð eitt með hálsi. Er liöf-
uðið gert úr alahastri, og sýna verksummerki, að hún hafi
verið gerð til að festast ofan á súlu. Myndin er, segir
liöf., gerð af grískum listamanni. Segir liann, að færasti
sérfræðingur Þjóðverja í sögu fornrar listar hafi sann-
að, að höfuð þetta sé gert á fyrsta þriðjungi fyrstu ald-
ar; still allur og handbragð beri það með sér; og hafi
bætt við það álit sitt þessum ummælum: „Þetta er Krists-
höfuð, en eigi mynd af neinum fornaldarguði“. Siðan
hafa liðið, segi höf., rúm 25 ár; hefir verið leitað kost-
gæfilega að fleiri fornmenjum svipaðrar tegundar til
samanburðar, en ekkert hefir fundist. En til þess að
vekja athygli listfróðra og listelskra manna á þessu
fráhæra og merkilega listaverki, og til þess að vekja
athygli á gripum svipaðrar tegundar, ef til skyldu vera,