Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 59
PrestafélagsritiO.
Kristsmynd.
53
er bók þessi gefin út með vönduðum myndum af höfði
þessu og til samanburðar ýmsum þeim Kristsmyndum
öðrum, er liér á undan hefir verið lýst. Hinn gulleiti,
fallegi alabastur, sem höfuðið er gert úr, finst bæði á
Gyðingalandi og Egiptalandi. Rökstyður það einnig þá
skoðun, að myndin sé gerð á þeim slóðum, þar sem hún
fannst, í Gyðingalandi, og þá að líkindum í Jerú-
salem, á fyrra helmingi fyrstu aldar, eða m. ö. o. á dög-
um Krists. Höfuðið er dálítið skemt, en ekki þó svo, að
heildarsvipur myndarinnar sjást eigi glögglega. — Síð-
an lýsir höf. listaverki þessu á þessa leið:
Myndin ber vott um háþroskaðan listamann fornald-
ar, sem hefir kunnað öll tök og töfra slíkrar mynda-
gerðar. Hið göfuga höfuð ber með sér veruleikablæ lífs-
ins sjálfs. Og rétt er að veita því athygli, að hér er ekki
um bið sérkennilega gyðinglega ættarmót að ræða.
Þetta andlit ljómar af fullkomnum friði. Það lýsir mann-
iegum virðuleik og mikilleik á göfugasta stigi. f löng-
um lokkum, örlítið hðuðum, fellur hárið, skift að ofan
i miðju, niður og aftur með vöngunum, þangað sem axl-
n*nar taka við af hálsinum. Augun eru opin, horfa beint
fram fast og skýrt. Vangarnir eru fagrir og þróttlegir.
Hið breiða enni er þeirrar tegundar, er minnir á djúpa
imgsun og andríki. Nefið er aðeins örlítið lægra við
rótina, en lítið eitt liafið upp framanvert, og því gjör-
ólíkt fornum guðamyndum, þar sem nefið er nærri
beint áframliald af enninu. Stutt, þétt hökuskegg, lítið
eitt klofið að neðanverðu, liðast mjúklega um höku og
upp eftir vöngunum. Efrivararskeggið er þannig, að mjúk-
legar varirnar sjást hálfopnar, eins og talandi. Hinn þrek-
fegi háls er gerður af mikilli þekkingu í líkamsfræði.... “
„Höndin, sem meitlaði þessa mynd“, segir höf. enn-
fremur, „hefir unnið verk sitt, eins og lögmál hinnar
grisku myndhöggvaralistar bauð á þeim tíma“.
„Þessi Kristsmynd frá Jerúsalem", segir höf., „er til
orðin fyrir það, að listamaðurinn hefir séð sjálfa fyrir-