Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 63
Prestafélagsritiö.
SNJÓKÖGGULLINN.
Grein eftir Olfert Ricard,
í lauslegri þýðingu eftir séra Knút Arngrímsson.
líg kyntist vestur í Ameríku manni einum glöðum í
bragði, sem Sayforth hét. Hann var með svart alskegg og
gullspangagleraugu og leit út fyrir að vera um fimt-
ugt. Hann var mjög vinsæll maður, einkum meðal stúd-
enta, enda þótt liann væri ekki stúdent sjálfur. Þegar
hann talaði, urðu rnenn snortnir af óvenjulegum krafti,
sem fylgdi orðum hans, og þegar hann hafði lokið máli
sínu, brást það ekki, að einhver bæði um að fá að tala
v*b hann einslega, þegar samkomunni væri lokið.
Ég
var þessum manni samtíða um viku tíma uppi í
sveit, og þá sagði hann mér dag einn sögu þá, sem hér
fei> á eftir:
»Faðir minn stundaði verzlun og átti ég að taka við
verzluninni eftir hans dag. Kristindómur var mér fjarri
skapi; einu trúarhrögð mín voru í þvi fólgin að standa
Vlð orð mín. Aftur á móti hafði móðir mín verið ástrik
°g guðrækin, kristin kona; eflaust hefir hún oft beðið
^yrir mér. Og undarlegt er það, að því meir sem aldur
1 aerist yfir mig, því ákafar langar mig oft og tíðum að
eiga hana við hlið mér og mega tala við hana; því nú
gsstum við talað saman.
Farandsali einn, aldurhniginn, kom oft til okkar, þar
sem við verzluðum. Hann hét Graves. Hann var að selja
umbúðapappír og þerripappír og pöntuðum við oft