Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 66
60
Olfert Ricard:
PrestafélaBSritiÓ.
hræra trúarbrögðum saman við viðskiftin, það fanst
mér nú vægast sagt miður smekklegt. Samt hafði ég nú
lofað að lesa bókina og ég var vanur að standa við lof-
orð mín; ég las hana lauslega og eiginlega hafði ég ekk-
ert sérstakt út á hana að setja.
Jólin voru að koma, þegar Graves gamli kom næst.
Það höfðu farið bréf á milli okkar áður, svo viðskiftin
voru skjótt útkljáð. En þá féll mér nú allur ketill i eld,
þegar hann segir við mig: „Mr. Sayforth, hafið þér tima
til að tala við mig einslega?“ Við fórum inn 1 einkaskrif-
stofu mína og þá fórust honum þannig orð:
„Góði, ungi vinm- minn, ég hefi nú selt föður yðar vör-
ur í mörg ár, mörg ár, áður en ég fór að verzla við yð-
ur, og af viðræðum við liann hefi ég fengið ýmislegt að
vita um móður yðar. Hún hlýtur að hafa verið einstak-
lega guðrækin kona. I gær var faðir yðar að segja mér
lát hennar og af þeim sigri, sem hún vann með trú sinni
í dauðanum“.
Þarna var ég nú snortinn þar sem ég var viðkvæm-
aslur fyrir. Þegar einhver mintist á móður mína, sér-
staklega ef það var gert með ást og aðdáun, þá klökn-
aði alt í sál minni. Mér varð tregt um mál. „Já, ég liefi
átt eina þá heztu móður, sem nokkur maður hefir átt,
sagði ég“.
Gamli maðurinn sá, hve hrærður ég var og lagði
höndina hlíðlega á öxlina á mér. „Hún bað oft, hún móð-
ir yðar“, sagði hann, „trúið þér ekki á mátt bænarinnar?“
Ég svaraði: „Jú að vísu, en ég bið ekki sjálfur“.
Þá tekur hann aftur upp litla bók og segir brosandi:
„í þetta sinn býð ég yður engan bækling, en ég hefi samt
eina bón til yðar. Ég liefi hérna vasabók, þar sem ég
skrifa nöfn allra þeirra viðskiftavina minna, sem hafa
leyft mér að biðja fyrir sér. Má ég bæta yðar nafni við
með sömu skilmálum?“
„Já, gerið þér svo vel, skrifið þér bara nafnið mitt“,
sagði ég hálf forviða, án þess að hafa áttað mig vel.