Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 68
62
Olfert Ricard:
Prestafélagsritif).
,,.Já, það er Ober‘\ svaraði jeg, „ritstjóri „Association
men“. — En „Association men“ er aðalmálgagn K. F.
U. M. í Ameríku.
„Nú skal ég segja yður meira“, sagði Sayforth. „Ég
kyntist þessum manni á einni af trúboðsferðum min-
um til Williams háskóla.
Við fengum traust hver á öðrum, og ég fékk hann til
að sækja um inntöku i kristilega stúdentafélagið. Nú er
hann einn af forystumönnum okkar og hefir með blaði
sínu geysileg áhrif á æskulýðslireyfinguna í N.- Ameriku“.
Eg fór að hugsa um liversu einkennilega þessir atburð-
ir hefðu gerst:
Alveg eins og þegar steini er kastað í vatn, og einn gár-
inn myndast i kringum hann, þá annar gári og annar og
enn annar, — þannig var vitnisburður gamla Mr. Graves
að ná til fleiri og fleiri manna gegnum blað Oljers vinar
Sayforth.
„Já, og nú skal ég segja yður meira“, sagði Sayforth.
..Dag einn gengu tveir ungir menn ofan járnbrautar-
pallinn \ið Cornell háskóla. Annar þeirra talaði i ákafa,
hinn hlýddi á með eftirtekt og skrifaði þess á milli eitt-
hvað í vasabókina sína. Að lokum lofaði hann einhverju,
og svo fór lestin af stað.
Annar þeirra var Ober, sem ég var þá búinu að'fá inn
i starfið. Hinn var ungur, efnileg'ur lögfræðingur, sem
læl John Mott. Ober var að fá Mott til þess að víkja af
Jeið, sem lá honum opin til fx*ægðar og frama, en helga
sig i þess stað kristilegu starfi meðal stúdenta. Hann taldi
í fyrstu mörg tormei'ki á því, en hann tók allar ástæður
vandlega til greina og lofaði að fela Guði í bænum sin-
um úrskurð málsins. En sá varð endirinn, að Molt gaf
sig fram hjá súdtentanefndinni. Og hvaða áhrif hefir
hann haft meðal stúdenta, elcki eingöngu í N.-Ameríku
lxeldur einnig í Englandi, Indlandi, í Kína og Japan? —
Það er óútreiknanlegt".