Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 74
68
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
ist þetta í upphafi guðsþjónustunnar í því, að i stað einn-
ar og sömu bænar, sem nú er ávalt lesin í kórdyrum,
breytast bænir þessar eftir því, hvernig stendur á kirkju-
ári. Er kirkjuárinu skift í 6 kafla og eru bænirnar í upp-
hafi guðsþjónustunnar því 6, í stað einnar nú. Þá hafa
verið samdir nýir víxlsöngvar á undan prédikun, og
breytast þeir einnig eftir því, hvernig stendur á kirkju-
ári, og eru 6 alls, eins og upphafsbænirnar. Kem-
ur þar fram eftirvænting aðventunnar, fögnuður jól-
anna, alvara föstunnar, sigurgleði páskanna, þrá sú, er
hvítasunnan vekur eftir krafti frá hæðum, og tilfinningin
sem síðasti kafli kirkjuársins, sumartíminn, vekur um,
að öll jörðin sé full af Guðs dýrð, að frá honum, fyrir
hann og til hans séu allir hlutir. — Þá er meiri fjöl-
breytni í ritningarlestri, þar sem tveim nýjum pistlaröð-
um liefir verið bætt við þá einu, sem fyrir var.
Þá kemur fjölbreytni einnig fram í fleiri guðsþjón-
ustuformum en nú eru höfð. Á skirdag og föstudaginn
langa má t. d. samkvæmt breytingunum velja um tvent,
annað hvort guðsþjónustu með prédikun eins og nú á
sér stað, eða guðsþjónustu án prédikunar. Eru með því
svonefndar „litúrgiskar“ guðsþjónustur innleiddar hér
hjá oss. Hafa þær verið reyndar hér á landi síðustu ár-
in og tekist vel, en erlendis eru þær mjög almennar í
sumum löndum, t. d. i biskupakirkjunni ensku. Verð-
ur reynslan að skera úr því, hvort þær ná tökum á
kirkjugestum vorum í framtíðinni. Slíkt gétur mikið
verið undir aðstæðum lcomið, og þessvegna eru þær að-
eins leyfðar við hlið vanalega formsins.
Þá hefir’ verið samin sérstök fermingarguðsþjónusta,
form fyrir barnaguðsþjónustum og föstuguðsþjónust-
um á virkum dögvm, og gefnar leiðbeiningar um guðs-
þjónustur utan kirkju, á heimilum, i samkomuhúsum
og undir beru lofti.
Við altarisgöngur kemur einnig meiri fjölbreytni fram
en áður. Miða þær breytingar sumpart að því að gjöra