Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 80
74
Sigurður P. Sívertsen:
PrestafélagsritiÓ.
söngvana. Ennfremur val á sálmalögum við öll sérstök
hátíðleg tækifæri. Hátíðlegu tækifærin þurfa að eiga sín
sérstöku lög, sem ekki séu notuð endranær. Því sterkari
reynast áhrifin, hvort sem um sorg eða gleði er að rseða.
Það er sálfræðilegt lögmál, sem þessu ræður. Því lýsir
eitt af skáldum vorum, er hann segir: „Söngvanna minn-
ing af gleymsku raknar“ .. „bergmál frá æfinnar liðnu
dögum, af hljómgrunni hugans vaknar“.
Fjölhreytnin verður einnig að ná til sálmalaganna, ef
vel á að vera. Og vér eigum enn eftir að læra mikið í
þeim efnum.
Margt fleira mætti segja um þetta efni. Það mætti segja
frá því, hvaða breytingar hafa verið gjörðar á liinum sér-
stöku kirkjulegu athöfnum, hvernig reynt hefir verið
að fegra alla framsetningu, og laga fyrirkomulag í sam-
ræmi við reynslu safnaðanna, þó þannig, að aldrei hefir
verið vikið frá þeim meginatriðum, sem kirkjan frá
fornu fari hefir lagt áherzlu á. En út i þetta skal þó hér
ekki farið. Það yrði bæði of langt og þreytandi.
Á eitt skal þó enn bent, sem máli mun þykja skifta að
dómi ýmsra. Það er að stundum er leyft að velja milli
tvenns, sem hvorttveggja má nota. Svo er t. d. við ferm-
ingu. Þar er til þess ætlast, að þegar presturinn snýr sér
að liverju einstöku barni og nefnir nafn þess, leggi liann
fyrir það þessa spurningu: „Viltu leitast við af fremsta
megni að hafa Frelsara vorn Jesú Krist að leiðtoga lifs
þins?“ Presturinn getur þó slept þessari spurningu, ef
hann vill. Er slikt leyfi gefið vegna þess, hve sumir menn
eru viðkvæmir fyrir því, að nokkur spurning, er líkst
geti heiti eða loforði, sé lögð fyrir óþroskuð ungmenni.
Aftur á móti eru hinir margir, sem sakna þess, ef engri
spurningu er beint til barnsins við fermingu þess. Þeim
finst athöfnin þess eðlis, að játningu barnsins megi sízt
vanta við það tækifæri. — Bæði þessi sjónarmið ber að