Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 81
Prestafélagsrltið.
Helgisiðabókin nýja.
75
virða, og er ætlast til að reynslan skeri úr því, hvort af
þessn tvennu þyki áhrifameira.
t*á á hið sama sér stað um orð þau, sem sögð eru við
útför framliðinna um leið og presturinn kastar moldu
a likkistuna. Þar er breytt til á þann hátt, að um tvent
Se að velja. Þeir, sem það vilja, geta haldið orðunum, sem
nu eru notuð. En þeim, er það kjósa heldur, er í þeirra stað
ieyft að nota orð Páls postula úr fimtánda kapítula fyrra
Korintubréfs: „Sáð er dauðlegu, en upp rís ódauðlegt.
Sáð er i veikleika, en upprís i styrkleika. Sáð er náttúr--
legum likama, en upprís andlegur likami“. — Þá má
Vl® jarðarfarir einnig kasta rekum á kistuna inni i
^irkjunni, sé grafreiturinn ekki þar hjá. Er slíkt alment
i horgum erlendis og er margt sem mælir með því, að sá
siður verði nú tekinn upp hér í Reykjavík, eftir að lengst
hefir svo mjög ferðin í kirkjugarðinn. En rétt þótti með
Þetta hvorttveggja, að það sé undir frjálsu vali hlutað-
ei§enda, og geta menn þá sagt presti sinum, hvort þeir
iremur kjósa. Hugir manna eru viðkvæmir við þessi
ia-‘kií'æri og allir hugsa ekki eins, þess vegna þykir ástæða
td að sýna nærfærni og gætni.
Svo enda ég með þeirri ósk og þeirri bæn til Guðs, að
hreytingar þessar mættu verða trúarlifi þjóðar vorrar til
eflingar og vakningar. Drottinn, komi ríki þitt. Verði
vilji þinn.