Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 82
Prestafélagsritiö.
SKÚLI SKÚLASON
PRÓFASTUR í ODDA.
— F. 26. apr. 1861. D. 28. febr. 1933. —
Með séra Skúla próf. Skúlasyni frá Odda, er til mold-
ar hniginn einn þeirra mætismanna, sem með sanni
mátti segja um að vildi „reynast trúr“ í öllu þvi, er hann
tókst á hendur, og þá umfram alt i prestsstarfi sínu öll
þau 31 ár, sem hann hafði það á hendi. Þvi að lifandi
áhyrgðartilfinning var einn þeirra mannkosta hans, sem
mest bar á í öllu starfi lians og ávann honum í ríkum
mæli virðingu og traust allra þeirra, sem kyntust hon-
um á lífsleiðinni. Á 57 ára mjög náinni viðkynningu
byggi ég þá skoðun mína á mínum látna mági og trygð-
arvini, sem varð mér þvi hugþekkari sem ég kyntist
honum betur og þvi lengur sem ég fékk að njóta sam-
vista við hann.
Þegar á námsármn hans lýsti trúmenska hans sér
fagurlega í þeirri alúð, sem hann stundaði með nám
sitt, bæði i lærðaskólanum og á prestaskólanum, og hversu
hann notaði þar hinar ágætu námsgáfur, sem hann hafði
fengið í vöggugjöf. Hann vakti þá líka snemma á sér
athygli bæði kennara sinna og skólabræðra með hinni
staklegu alúð sinni við námið og þá ekki síður með hinni
ljúfmannlegu og prúðmannlegu framgöngu sinni og
háttprýði í öllum greinum. Eg hygg, að mér sé óhætt að
segja, að liann hafi aldrei verið bendlaður við nein þau
brek, sem ungum mönnum hættir til á því skeiði æfinn-