Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 85
78
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
með ágætum vitnisburði sumarið 1886 rúmlega 25 ára
að aldri. Sótti hann þá um Þingvalla-prestakall, en fékk
ekki. En þá stóð svo á að Odda-prestakail var óveitt
eftir brottför séra Matthíasai’. Hafði það verið afgreitt
héðan til konungs þá um sumarið og prqstur einn
á Vesturlandi verið „innstiltur“. En þegar „innstillingin“
kom fyrir ráðuneytið í Kaupmannahöfn, hugkvæmdist
Islandsráðherranum að óska álits safnaðanna um um-
sækjendur og endursendi landshöfðingja plöggin. Gerði
Nellemann þetta með hliðsjón á því, að lögin um kosn-
ing presta af hálfu safnaða höfðu þá um sumarið ver-
ið samþykt af Alþingi og staðfest af konungi. Gaf nú
landshöfðingi Skúla Skúlasyni kost á að sækja um Odd-
ann, þótt ekki hefði hann verið í lióp hinna fyrri um-
sækjenda, og fór svo þegar til safnaðanna kom, að Skúli
var kosinn með yfirgnæfandi meiri hluta og síðan veitt
embættið af konungi undir árslok 1886. Var þetta fyrsta
prestskosningin, sem farið hefir fram hér á landi eftir
hinu nýja fyrirkomulagi um veiting prestakalla. Vorið
eftir (15. maí) var honum veitt prestsvígsla af Pétri
biskupi.
Prestskaparár séra Skúla urðu aðeins 31 ár, þvi að
57 ára gamall varð hann að láta af prestsskap sökum
lungna-veiklunar, sem gerði honum ókleift að flytja
messu. Hygg ég, að allir sem kyntust honum í prest-
skap hans séu fúsir til að votta, að ekki hafi aðrir stund-
að það verk með meiri alúð en hann, enda var hann
snemma talinn með prýðimönnum stéttar sinnar sök-
um trúmensku hans og skyldurækni. Honum var það
frá fyrstu einlægt lijartans mál að flytja söfnuðum sín-
um ómengaðan kristindóm, eins og hann hafði sjálfur
tileinkað sér hann í uppvextinum og á undirhúningsár-
nnum. Náð Guðs í Jesú Kristi var frá upphafi þunga-
miðja boðskapar hans og þann boðskap sinn flutti hann
tilheyrendum sinum á auðveldu máli og óbrotnu, sem
öllum var gefið að skilja, en jafnframt með þeirri lotn-