Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 89
82
Jón Helgason:
Prestafélagsritift.
til 1918. Fekk lausn frá prestskap í fardögum 1918. Hann var
um fjölda ára i sýslunefnd og amtráÖsmaSur þangað til amts-
rá'ðið var lagt niður. Eftir að hann hafði látið af prestskap
vann hann sem aðstoðarmaður i fjármáladeild stjórnarráðs-
ins til æfiloka. Hann andaðist í Reykjavík 28. febr. 1933.
Hinn 15. júní 1887 kvæntist hann Sigriði Helgadóttur (lek
tors Hálfdánarsonar), er lifir mann sinn ásamt fjórum upp-
komnum börnum þeirra. En tvær dætur mistu þau, báðar
uppkomnar. — J. H.
Ný bók eftir Stanley Jones. Ekki aðeins prestar lands vors,
heldur einnig fjölda margir aðrir íslendingar, kannast vel við
kristniboðann og rithöfundinn heimskunna Stanley Jones,
enda munu þeir ekki vera svo fáir hér á landi, sem lesið
hafa einhverja af bókum hans. Bækur hans hafa vakið eftir-
lekt um allan kristinn heim, og fjölda manna þykja það góð
tiðindi, þegar ný bók kemur frá hans hendi.
Þessi nýja bók hans er um bölið í mannlífinu og heitir:
,,Christ and Human Suffering". Kom hún út i London í ágúst-
mánuði þ. á., er 256 bls. að stærð og kostar i bandi 4 sh.
Ég tel þessa bók St. J. eina af beztu bókum hans. Þar
er heilbrigð röksemdaleiðsla um vandamálið mikla, böl lifs-
ins, mikill fróðleikur um úrlausnartilraunirnar mörgu, fjölda-
margar lærdómsrikar frásögur og dæmi úr daglegu lífi
og fagrar og áhrifaríkar líkingar. Hver prestur getur þvi haft
mikið gagn af henni við samningu prédikana sinna og sótt
í hana efni til fyrirlestrahalds. — Óskandi væri, að vér gæt-
um eignast bók þessa á fögru og þróttmiklu íslenzku máli.
S. P. S.