Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 90
Prestafélagsritið.
í PÉTURSKIRKJUNNI í RÓM.
Erindi, flutt á samkomu kirkjunefndar dómkirkjusafnaðarins.
Eftir Magnús Jónsson.
óegar kirkjunefnd dómkirkjusafnaðarins bað mig að
ftytja hér stutt erindi í kvöld, varð mér auðvitað næst
hendi, að grípa til einhverrar af þeim mörgu minningum,
sem ég hef frá ferð minni í sumar. Og þar sem kirkju-
nefndin starfar að því, að hlúa að og prýða þessa kirkju,
°g vekja ást manna á guðsþjónustuhúsinu, fanst mér ég
ekki geta valið annað efni, er betur ætti við þessa sam-
komu, en það, að lýsa einhverju af verksummerkjum
þessarar sömu ástar til guðsþjónustuhússins, sem kemur
^t’am hjá trúuðu fólki á öllum tímum. Og þó að engin
°nnur merki sæist um kristindóminn meðal mannanna, en
þessi ást, eins og' hún skín út úr kirkjuhúsunum fögru
°§ mikilfenglegu, hlyti dómurinn um hann að verða sá,
aS ekkert hefði Ijdt mannsandanum hærra.
Ég iít í vasabók mína, þar sem ég hripaði örstuttar
minnisgreinir um ferðina, og sé að þar stendur við 16.
júlí: „Frá Flórenz kl. 9,5. Veður gott og svalt. Kom til
Róm um eftirmiðdaginn í rigningu. Sá San Pietro in
Vaticano“. —- San Pietro in Vaticano er náttúrlega ekk-
ert annað en Péturskirkjan í Róm, mesta kirkja allrar
ki'istninnar. Þangað fór ég beina leið er ég kom í bæinn,
°g það er nú bezt að ég segi ykkur dálítið um hana.
6'