Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 92
Þrestafélagsritiö.
1 Péturskirkjunni í Róm.
85
um og skörðum, og eru það páfahallirnar, sem kendar
eru við staðinn og kallaðar Vatíkanið, reistar smámsam-
an eftir að páfarnir komu heim úr útlegð sinni í Frakk-
iandi á 14. öld, og er þar enn verið að vinna að. En yfir
alt gnæfir, mér liggur við að segja svífur, eitt mesta
furðuverk, sem mannshendur hafa unnið, hvolfþak Pét-
urskirkjunnar, þessa musteris, sem reist hefir verið yfir
heinum postulahöfðingjans. Hann hvilir þar undir miðju
kirkjugólfi og er ekki þröngt um hann. 15160 fermetrar
er kirkjan, og beint yfir gröfinni lokast kúpullinn í 116
uietra hæð!
Rómaborg hefh- orðið að borg Péturs, og lmn skilur
hann og dregur ekkert undan. 1 einum útjaðri borgar-
innar er örlitil kirkja eða kapeila, sem nefnd er Quovadis-
kirkja. Þið þekkið vafalaust öll söguna um það, þegar
Pétur ætlaði að forða sér úr borginni, undan ofsókninni,
en mætti meistara sínum, eins og oftar er hann hrasaði,
°g sneri þá við. Kirkjan er reist þar sem þessir samfund-
lr urðu. Það er eftirtektarvert, að virða fyrir sér þessar
tvær kirkjur, kapelluna litlu, sem minnir á veikleika
Péturs, og svo musterið mikla með áletruninni: „Þú ert
Pétur, og á þessum kletti mun ég reisa kirkju mína“.
Konstantínus mikli reisti fjTstu kirkjuna á þessum stað.
Var það basilíka mikil í fimm „skipum“, og stóð hún
utan við hringleikliúsið forna. í þessari kirkju var það
sem Karl milili var krýndur keisarakórónu, fyrstur allra
vestrænna þjóðhöfðingja, árið 800. Má enn sjá í gólfi
Péturskirkjunnar hellu þá, af dýrum steini, sem keisar-
urnir stóðu á, frammi fyrir liáaltari þessarar kirkju þeg-
ur þeir tóku við kórónu af hendi páfa.
En kirkja þessi gerðist smámsaman hrörleg. Páfarnir
hjuggu ekki á þessum slóðum, heldur í öðrum hluta
horgarinnar, sem Lateran nefnist, og húsinu hefir ekki
verið nægilegur sómi sýndur. Og þegar vald kirkjunnar
var komið á hámark, og páfarnir höfðu flutt bústað sinn