Prestafélagsritið - 01.01.1933, Qupperneq 94
Prestaféiagsiitiö. I Péturskirkjunni í Róm. 87
miðju, stærra en nokkru sinni hafði áður sést, en minni
hvolfþök yfir öllum örmunum. Telja hyggingafróðir
menn uppdrætti Bramantes meistaralega, og miklu fall-
egri en kirkjan varð að lokmn. Var nú haldið áfram að
^yggja, fyrst undir stjórn Bramantes og síðan annara,
þar á meðal málarans Rafaels, og var við og við verið
að breyta. Einkanlega greindi menn á um það, hvort
byggja ætti í grískum kross eða latneskum, þannig, að
einn armurinn væri lengstur. Með því varð kirkjan stærri,
langskipið, en á hinn bóginn hætti þá hvolfþakið að
njóta sín jafnvel og samræmið í allri kirkjunni raskaðist.
Arið 1547 kom Miclielangelo Buonaroti að kirkjusmíð-
inni. Hann hélt gríska krossinum, en breytti þó ýmsu.
Frægasti skerfur hans til þessarar kirkju var það, að
hann sagði fyrir um hvolfþakið mikla. smíðaði hann tré-
mynd af því, nákvæma í öllum atriðum, og var eftir
henni farið að mestu, enda er það ein meginprýði kirkj-
unnar, fjallliátt og fagurt svo, að næstum er ótrúlegt.
Virðist það nsestum svífa í lausu lofti, svo létt er þessi
i'ammbyggilega smið vegna lögunarinnar. Margir bygg-
ingameistarar störfuðu svo að kirkjunni. En í byrjun
17. aldarinnar ákvað Páll páfi V. að breyta kirkjunni í
latneskan kross með því að aulca við austurarm hennar,
°g voru þeir uppdrættir gerðir af Carl Maderna. Hann
dró upp framhliðina og er hún lökust af öllu húsinu.
Hann gerði og uppdrætti að fordyrinu, sem er meistara-
legt að tign og skrauti. Arið 1626 var talið, að 1300 ár
væri liðin frá þvi er Iíonstantínus reisti fyrri kirkjuna,
°g var nýja kirkjan þá hátíðlega vígð af Úrban páfa VIII.
Hafði hún þá verið rúma öld, eða stórthundrað ára, í
smíðum.
En það var langt frá því, að hún væri fullgerð, og nú
tekur við byggingarstjórninni sá maður, sem mestan
svip hefir sett á kirkjuna, við hlið þeirra Bramantes og
Michelangelós, en það er listamaðurinn Bernini. Þóttu
hans handaverk vera æði misjöfn, og sumt af.því hefir