Prestafélagsritið - 01.01.1933, Qupperneq 97
90
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritlö.
eða Péturskirkjuna. Valdi ég þó fljótt kirkjuna, áttaði
mig eftir uppdrætti, stakk Bædeker (ferðamannabók-
inni) í vasann og sökti mér í húsaþyrpinguna og mann-
fjöldann í þessari ókunnu borg.
Það var ákaflega heitt, og mér fanst furðanlega langt
út að Tiber. Hafði ég hugsað mér að ná fljótinu, þvi að
þá þóttist ég viss um að komast leiðar minnar, enda á
maður þá fljótlega að sjá „cupola“. Götur eru talsvert
flóknar á þessum slóðum, og ég var farinn að halda, að
ég hefði skift um stefnu. En þá alt i einu skaut mér út
úr götusmugu út á fljótsbakkann.
Það var ógleymanleg sýn, sem nú blasti við mér. Rétt
við fætur mér suðaði „Tiber flavus“, mógulur og ekki
vatnsmikill, en niðri í talsvert djúpum skorningi. Beygði
fljótið þar til hægri og sá eftir þvi, en í fjarska var brú
á fögrum bogum yfir og á hinum bakkanum þekti ég
grafhýsi Hadríans, eða Engilsborg, sem ég hafði oft
skrafað um og skrifað í kirkjusögunni. Þarna var hann
þá þessi ramgeri kastali, þar sem páfarnir lokuðu sig
inni og sendu keisurum og öðrum herrum tóninn með
bannfæring og bölbænum, meðan hinir rændu og rupl'
uðu í borginni. — En augað dvaldi ekki lengi við þetta,
því að lengra burtu hylti undir óviðjafnanlega sýn, tinda
og hvolfþak Péturskirkjunnar.
Þó að heitt væri greikkaði ég sporið. Annars var það
eitt af boðorðunum, vegna hitans, að ganga aldrei hart
og þræða skuggann, þó að lengra væri. Nú braut ég bæði
þessi boðorð, því að ég var hræddur um, að ég næði ekki
kirkjunni opinni, enda reyndist mér spölurinn æði drjúg'
ur. Altaf hreykti kúpullinn sér eins og einhver drauna-
sýn, í fjarska. Ég komst yfr fljótið og fram hjá EngiB'
borg, og nú varð ég þess var, að kúpullinn var horfinn,
en framundan voru fornlegar götur, þröngvar og leiðar-
Ég gekk góðan spöl og var í þann veginn að sjá naér
út stað, þar sem ég gæti stilt þorsta minn, en þá brá fyr'
ir, við enda götusmugunnar, sýn, sem var heldur en ekki