Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 101
94- Magliús Jónsson: Prestafélagsrltí#..
í raun og sannleika þrjár álnir á hæð. Og eftir þessu er
alt þarna inni.
Þegar ég hafði staðið þarna drykklanga stund og virt
fyrir mér alla þessa dásamlegu tign og fegurð, svo að
segja náð mér eftir fyrstu áhrifin, gekk ég af stað inn
eftir gólfinu. Kom þá þetta fyrirbrigði eins og ávalt í
kirkjunum miklu, að alt, sem fram undan er, virðist hörfa
aftur á bak, hörfa undan, vegalengdin er meiri en í upp-
hafi sýnist. Himininn yfir háaltarinu hækkaði og fór að
gnæfa meira, birtan, sem flæðir niður úr hvolfinu fór að
verða meiri. Það var engu líkara en maður kæmi fram-
an úr einhverju röklm og væri nú fyrst að koma „heim“,
nú væri fyrst að byrja það, sem öllu máli skifti um. Og
þetta er alveg rétt. Nú kom í ljós, livað fyrir Bramante
vakti, er hann vildi gera kirkjuna eins og samræma lieild,
hvirfing, utan um miðstólpana fjóra, sem bera hvolfþak-
ið. Hvergi er kirkjan jafnaðdáanleg eins og þegar kom-
ið er undir sjálft hvolfið. Þessir miðstólpar eru yfir 7Ó
metrar hve að ummáli og aðdáanlega fagrir, og í mið-
deplinum sjálfum er háaltarið yfir beinum postulans.
Fyrir framan altarið er marmara-hvilft, umkringd lágri
umgerð og logar þar stöðugt á um 90 lömpum, en altarið,
með lójsastjökum í einfaldri röð, gnæfir hærra vegna
þessarar hvilftar. Enginn má messu syngja við þetta alt-
ari nema páfinn sjálfur, og get ég ekki hugsað mér tign-
arlegri stað til bæna og ákalls en þetta altari — sannar-
lega verðugt altari fyrir hinn heilaga föður allra ka-
þólskra manna.
Héðan, frá páfa-altarinu, er útsýn yfir alla kirkjuna.
Fólkið, sem er að streyma út og inn, er nú komið í
fjarska. Til beggja liliða opnast þverskipin, hvort um sig
eins og afarmikil kirkja, og sé litið inneftir, kemur i
Ijós, að það er eittlivað annað en komið sé inn að kór-
gafli. Þar er enn eftir geysilega stór ldrkja. Þar flæðir
Ijósið inn um gluggann fagra á stafninum, og „skýmökk-
urinn“ er í raun og veru ekkert annað en geysileg bronz-