Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 102
pr«taiéiagsritie. í Péturskirkjunni í Róm. 95
mynd, umgerð um „hásæti Péturs“ eftir Bernini. Er þar
fyrir kórgafli inn forni biskupsstóll Péturs. Frá altari
við kórgafl syngur enginn messu nema kardinálar. En
þó að þessi tvö ölturu sé frá tekin er ekki eins og öllum
öðrum sé á bug vísað úr kirkjunni, því að í henni eru
alls 44 ölturu. Við insta múrstólpann til hægri þegar inn
er gengið er hin nafntogaða bronz-mynd af Pétri með
lyklana. Kyssir fólk á hægri fótar tærnar á myndinni og
strýkur hendinni um vinstri fótinn. Er stóra táin nálega
sktin af, og væn geil komin í vinstri fótinn.
krá þessu altari sést ekkert, sem er ófagurt og ekkert
smátt. Sjálft hvolfþakið er aðdáanlegt, og fult af lista-
verkum. Hringurinn, sem myndast af múrstólpunum og
hvo!finu er svo víður og hár, að undrun sætir, og i allar
attir er útsýn inn í þessi miklu og háreistu bogagöng.
^liðarskipin sjást þó ekki, en þau eins og auka ósjálf-
ra|t rúmmagn miðskipsins, vegna þess að bogagöngin
steinstólpanna sýna, að eitthvað er þar fyrir utan.
Hegar farið er að ganga um kirkjuna, skiftist hún öli
* kirkjur í kirkjunni. Langskipið mikla er stærst, þá er
Pamhald þess innan við háaltarið kirkja fyrir sig, og
s°muieiðis þverskipin. Um mitt hvert þverskip eru enn
ll|skot, sem mynda kirkjur, og sömuleiðis myndasf
<lrkja um mitt aðalskipið fyrir innan kórinn, og þannig
Gr það allstaðar. Allstaðar eru ölturu og fagrar myndir,
hgulmyndir og höggmyndir og veggjaskraut. Vildi ég
°ska að við ættum hér, þó ekki væri nema þá minstu
þessum kirkjum í Péturskirkjunni eða hennar líka.
Hvergi sá ég eitt einasta sæti í Péturskirkjunni, og svo
er Um flestar þessar miklu dómkirkjur. Þó eru sumstað-
ar sæti í einstökum hliðarkapellum, og þar eru messur
Sllllgnar. Oft er verið að syngja messur í hliðarstúkum
m°ðan fólkið er að ganga um og skoða kirkjurnar, og
Mð 0g dreif er fólk krjúpandi á bæn og sýnist ekkert
'CI ða vart við umferðina. Oft er það fólk, sem gengið
efir mn af götunni, sumt með böggla eða dagblöð í