Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 104
Prestaféiagsdtið. M. J.: í Pétiu-skirkjunni i Róm.
97
það er þessi návist, sem gerir guðsdýrkunarstaðinn
sannarlega veglegan.
En þó að við viðurkennum þetta, þó að við vitum, að
hvorki þarf Jerúsalem né Garisimfjall til þess að tilbiðja
Guð, heldur hitt eitt, að tilbiðja i anda og sannleika, þó
að við vitum, að meginprýði, já eina sannarlega prýði
hvers guðsþjónustustaðar, sé sú, að Guð sé þar dýrkaður
falslaust og innilega, þá skulum við ekki draga af því
þá ályktun, að engu skifti um guðshúsin, hvernig þau
aru, Lífið prjónar sér haminn, segir Björn Gunnlaugs-
son, og það væri undarlegt og afvegaleitt trúarlíf, sem
ekki prjónaði sér fremur fagran ham en ófagran, sem
ckki vildi heldur leita samfunda við Guð á fögrum stað
°g veglegum en fátæklegum og óprýddum. Péturskirkan
1 Róm er vissulega vottur um mikið og liáleitt trúarlif.
slíkt guðshús borgar fyrir sig. Því að um leið og þau
spretta upp af lifandi trúarhneigð, eru þau á hinn bóg-
lnn sjálf máttug til þess að lyfta þeim, sem erfitt eiga með
að hefja sig frá jörðu, og þessar miklu hveifingar og
styrku stoðir og fögru línur eru boðberi frá hinum sterk-
ari bræðrum til okkar hinna, sem þurfum svo mikla
hjálp og stuðning.
Mér fanst Péturskirkjan í Róm stafa inn í liuga minn
geislum frá því volduga trúarafli, sem var að verki
þegar þetta tígrdega musteri var reist.
7