Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 109
102
Ásmundur Guðmundsson: Prestaféiagsrítio.
mannsandann sundlar við hugsunina eina og hann fell-
ur fram í undrun og tilbeiðslu og getur aðeins stamað
þetta eina orð Guð — og tekið um klæðafald hans.
Slíka vegsögu frá vísindunum virðist nútímakynslóðin
hafa tekið lítt til greina. Hún virðist ekki hafa hneigst til
trúar, a. m. k. ekki til trúar í venjulegri merkingu. Það
er enn eitt af táknum vorra tíma. Hún hugsar i ýmsum
greinum, ályktar og starfar eins og liún væri í fjötrum
efnishyggjunnar. Að þvi leyti liefir hún ekki fylgst með
timanum. Vísast á þetta rót sína að rekja til þrár henn-
ar eftir veruleika. Það, sem oss þykir standa oss næst og
vera oss fylstur veruleiki, er þessi jörð, sem vér byggjum,
og þau verkefni og vandamál, er jarðlífinu fylgja. Ann-
ar heimur er oss flestum fjarlægari og ekki sami veru-
leikinn. Hér eigum vér að vinna og reyna að risa upp
undan farginu, sem á oss hvílir og allt mannkynið stynur
undir. Það eru stjórnmálin og félagsmálin, og fjárliags-
afkoma manna sjálfra, sem eru efst á baugi i tali þeirra
og hugsunum. Og voldug alþjóðahreyfing er hafin, sem
liygst að stofna ríki jafnréttis og bræðralags hér á jörðu, en
hefir þó gjörst fráhverf kristninni og trúarbrögðunum yf-
irleitt. Um allan lieim leitast menn við að gjöra upp reikn-
ing kirkjunnar og lýsa gjaldþroti liennar, og sömu raddir
heyrast eins og í nýrri bók, eftir eitt af skáldum vorum:
„ó, gamli kirkjunnar Guð!
Ég bað til þín löngum, sem dálitill drengur,
en Drotinn — nú get ég það ekki lengur.
Eg skil ekki almætti og algæzku þina,
— því óvitans gulli’ er ég búinn að týna“.
Straumur tímans rennur víða framhjá kirkjunni eða
skellur heint á henni. En ekki heldur þar dylst þó með
öllu trúhneigðin, sem hýr mannkyninu í hjarta, liún birt-
ist aðeins í öðrum myndum. Og það er hótin og huggunin
i augum allra, sem hafa sett traust sitt til kirkju Krists.