Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 110
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
103
II.
Hvað á þá kirkjan að gjöra?
Áður en ég leitast við að svara því, verð ég fyrst að segja
livað ég á við með orðinu kirkju. Eg á ekki við em-
bættismannastofnun, stofnun biskupa og presta og annara
slíkra opinberra starfsmanna, heldur við lifandi samfélag
allra, sem vilja af alhug eiga Krist að frelsara og leið-
toga og reyna — þótt í veikleika sé — að vinna því mál-
efni, sem hann fól lærisveinum sínum forðum og felur
enn.
Það eitt stoðar nú harla lítið fyrir kirkjuna að kveða
l]PP þunga áfellisdóma yfir vorum tímum og lýsa því,
hvernig guðleysingjafélög magnist, hve miklar ofsóknir
hún verði að þola og hve trúin fjari út, eða öðru því
lilcu. Það er ekki hennar fyrst og fremst að dæma tím-
ana, heldur að skilja þá og beina þar að afli sínu, sem
unt er að hjálpa og lyfta úr nauðum.
En er kirkjunni það ekki um megn að bjarga þjóð-
unum á þessum hættutímum, bæði öðrum þjóðum og
vorri eigin þjóð?
Nei. Það sem kristindómsboðskapur kirkjunnar í orði
°g verki er fyrir einstaklinginn, það getur hann einnig ver-
ið fyrir heilar þjóðir. Þvi að eins og hafið og straumar
þess endurspeglast í einum dropa, þannig birtist einnig
niannheimurinn i hverri mannssál. Ef vér virðum fyrir
°ss mannlífið i kringum oss, þá getum vér fundið þar
sigurafl trúarinnar, og munum vér mörg þekkja ein-
liverja menn, sem sakir trúar sinnar eru ósigrandi. Og
þó vér gjörum ekki annað en að stinga hendinni í eigin
harm, þá munum vér komast að raun um það, að kristna
irúin sé sá strengur, sem hafi haldið uppi lífi voru, og
að án hennar lægi það alt niðri í duftinu. Saga liðinna
alda vottar það einnig skýrt, að kristna trúin hefir oft
iýst þjóðum yfir öræfi og klungur eins og eldstólpinn
ísrael, og hér hefir trúin ekki síður en tungan um
„voða þungar tíðir