Prestafélagsritið - 01.01.1933, Qupperneq 111
104
Ásmundur Guðmuwdsson:
Prestafélagsritiö.
þjóðinni verið guðleg móðir.
Hennar brjóst við hungri og þorsta,
hjartaskjól, þegar burt var sólin,
hennar ljós i lágu hreysi
langra kvelda jólaeldur".
Svo mun enn fara hjá þjóðunum, þar sem kirkjan
starfar með djörfung og krafti og þekkir sinn vitjunar-
tíma.
Kirkjan þarf að skilja þrá nútímakynslóðarinnar eftir
veruleika og lífi og bjóða henni betri svölun en hún hefir
fengið — fyllri veruleika og' fyllra líf.
En til þess verður kirkjan sjálf, þ. e. a. s. þeir, sem
vilja veita Kristi fylgd, að hafa fundið þann veruleika
og líf. Hún verður að gjöra þessa fögru bæn að sinni
bæn: „Guð, sendu heiminum vakningu og láttu liana
byrja í mínu eigin hjarta“. —- Guð verður að vera oss
veruleiki, insti, dýpsti og sannasti veruleiki tilverunnar,
sólin, sem líf vort og alt fær frá ljós sitt og liti. Það er
ekki nóg, að vér ályktum út frá trúarhæfileika allra
manna, að Guð sé til og myndum oss ákveðnar skoðan-
ir um hann. Það er ekki nóg, að vér fáum fræðslu um
hann. Það er ekki nóg, að vér aðeins hugsum um hann og
tölum. Það er ekki nóg, að vér lifum með guðshugmynd
vorri einni saman. Vér verðum að finna til veruleika
lifanda Guðs, eilífs og almáttugs, trúa því, vita það, að
hann er hulin uppspretta alls og hafið, sem alt streymir
til aftur, að frá honum, fyrir liann og til hans eru allir
hlutir, og að það erum eklvi aðeins vér, sem leitum hans,
heldur leitar hann vor að fyrra bragði. Þegar geisli frá
honum sundrar mistrinu umhverfis oss, þá á sú opin-
berun hans að gagntaka oss og fullvissa um það, að hún
sé ævarandi sannleikur.
„Drottins orðið dagana lifir alla“.
Vér þurfum að öðlast þá sannfæringu um Guð og þekk-
ingu og persónulega reynslu, að vér getum á devjanda
degi tekið undir andlátsorð eins og þessi: „Ég veit, að