Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 112
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
105
Guð lifir“. ESa „Þó að jörðin og himnamir liðu undir
lok og sólin og heimar hættu að vera til, og þú værir
eftir einn, þá mundi alt vera til í þér“.
Sá, sem liefir þannig fundið til veruleika Gnðs, verður
ekki sami maður eftir sem áður, og þá fyrst býr máttur
í boðskap hans um Guð i orði og verki. Hann getur hor-
ið fram fyrir Guði játninguna fornu: „Áður þekti ég þig
af afspurn, en nú hafa augu mín litið þig“. Þessa reynslu
hafa liöfundar trúarrita Biblíunnar átt, og fyrir því hef-
ir Biblian Guðs orð að í'lytja oss. Óteljandi skari hefir
öðlast hana á öllum öldum síðan og orðið boðberar Guðs.
ffg enn i dag heyrast alvöruraddir segja með óbifanleg-
ll|n sannfæringarkrafti: „Það er aðeins eitt, sem i raun og
veru skiftir nokkru máli, og það er Guð“.
Ef vér, sem kirkjunni viljum vinna, eignumst þessa
reynslu eða eigum, þá getum vér í lífi og starfi boðað
J1útímakynslóðinni, að vér liöfum komið auga á þann veru-
^eika, sem hún sjálf þrái vitandi eða óvitandi, og að ann-
að, sem liún ætli að sé veruleiki, sé ekki nema hjóm hjá
honum. Það eitt, sem er í samræmi við lög hans og
viija, varir, en hitt er fávizkan mesta, að ætla sér að
^yggja á einhverjum öðrum grundvelli en lionum. Ekk-
ert fmr vaxið til lífsins, hversu fagurt og þroskamikið
sem það kann að sýnast, og ekkert fær staðist, hversu
ramgjört og traust, sem það virðist vera, nema það
Se rótfest og grundvallað á honum. Hver sú jurt, sem
(>uð hefir ekki gróðursett, mun upprætt verða, en allur
gróður frá honum lifa og blómgvast um aldur. Þá töl-
um vér því máli, að nútimakynslóðin mun taka að lilusta
°g hugsa um sama mikla og dásamlega veruleikann.
hannig getur kirkjan boðað mönnunum Guð og leitt
Þá fram fyrir hann. Það er vissulega mikið — en meira
getur hún ekki í þessum efnum. Hún megnar ekki að
Sefa þeim reynsluna. En það, sem kirkjan getur ekki,
það gjörir Guð sjálfur, ef mannssálin hylur sig ekki fyr-
lr honum og flýr undan.