Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 115
108 Á. G.: Kirkjan og vorir tímar. Prestaféiagsritið.
jafn sönn og lifandi og þá, er þau vóru boðuð heiminum
fyrsta sinni.
Ef kirkjunni auðnast að gæta þessarar heilögu skyldu
sinnar, þá mun hún bregða nýjum Ijóma á jörðina í aug-
um nútímakynslóðarinnar. Hún mun auka þeim stór-
hug, er vilja lækna mannlífsmeinin og glæða hjá þeim
eld áhugans, er að umbótum starfa á hvaða sviði sem er.
Hún mun blása þeim i brjóst hfandi sannfæringu um
það, að Guð leggi blessun sína yfir alla viðleitni til að
brjóta af mannkyninu þá fjötra, sem það hefir felt sig í
sjálft með eigingirni sinni. Og livað getur veitt meira afl
iil atorku og dáða en að vita það, að Guð sé í verki með
og að nú sé unnið í samhljóðan við vilja hans. Þótt Jesús
segði, að þetta lif væri brú, sem ætti að fara yfir en ekki
slá tjöldum á, þá ætlaðist hann til þess, að menn beittu
öllum sínum þrótti til þess, meðan þeir dveldu hér á jörð-
unni, að liún yrði það, sem hún ætti að verða að vilja
Guðs. Hann bæði kendi það og sýndi það með öllu lífi
sínu og starfi. — Kirkja Krists, fylt anda hans, myndi
gefa heiminum máttinn til að sigrast á erfiðleikunum,
sem hann á nú við að stríða. Leitið fyrst rikis Guðs og
réttlætis, og þá mun alt þetta veitast yður að auki.
Svo mun það einnig reynast vorri þjóð, sem Guð rétt-
ir auðuga og styrka hjálparhönd. Verði áhrifin frá Iíristi
sifelt dýpri og sterkari hjá þeim, sem vilja skipa sér und-
ir merki hans, þá mun birta yfir vorum tímum meir og
meir og þjóðin yfirstíga þá raun, sem hún á við að berj-
ast. Ef andi Krists nær tökum á hjörtunum, hvort sem
er í kirkjunum, skólunum eða heimilunum, þá er þjóð-
inni sigurinn vis.
Viljum vér vinna að þeim sigri?
Kom þú, Drottinn Jesús.