Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 121
114 Ólafur Björnsson: PreslafélagsritiC.
ég hefi hér lýst, og þeirra minninga, sem bundnar eru við
þetta nafn, og vegna þess, að ég get ekki hugsað til þess,
að þetta eigi að taka önnur 20 ár. Og ég held, að þetta
sé einfaldasta, en um leið fljótvirkasta leiðin málinu til
framgangs. Enda hefir það vafalaust menningarlegt gildi,
að hafa slíkt starf með höndum sem víðast með þjóð
vorri.
Til þessarar kirkjubyggingar mun nú vera til fé, sem
nemur 20 þús. króna. Til þess að bygð verði sómasam-
leg kirkja, vantar því vart minna en 30 þúsund. Er það
sizt of í lagt. Það sem á vantar, er því sem allra næst 30
aurum á hvert mannsbarn á landinu.
— Einir 30 aurar. — Haldið þér að kreppan mundi
harðna mikið, þó þjóðin léti af hendi rakna fljótlega 30
aura frá hverjum einum, til þess að koma þessu í fram-
kvæmd?
Nú vil ég hugsa, að „Hallgrímsnefndir“ setji sér það
mark og mið, að hafa áður en þrjú ár eru liðin skilað úr
hverri sókn sem svarar 30 aurum á hvert sóknarbarn.
Það eru 10 aurar á mann á ári — tíu aurar. —
Viljið þér nú ekki atliuga, hversu þetta væri glögt dænii
um mátt almennra samtaka, um það, hve auðvelt það
væri að láta „hugsjónir rætast“, ef það væri mögulegt, að
„tengja í oss að einu verki, anda kraft og hjartalag“.
Ef þú aðeins bregst ekki því trausti, að koma 10 aurum
á ári á vissan stað, hefir þú gerst öruggur þáttur í þjóð-
nýtu starfi, sem elur vonir um bjartari framtíð hjá þjóð
vorri, því ef þú gerir það, felst í því viðurkenning á þeim
verðmætum, sem þú finnur, að þjóð vor má ekki án vera.
Til þess að koma þessu í framkvæmd, ætlast ég til, að
Kirkjuráðið skipi 5 manna nefnd. Er ætlast til að „Hall-
grimsnefndir" geri þeirri nefnd árlega grein fyrir starfi
sínu. Enda standi þær í nánu og öruggu sambandi um
þessi mál, með bréfaskiftum eða öðru virku starfi.
Hefi ég þá í stórum dráttum, með fáum orðum, lýst
fyrir yður hugmynd minni í þessu máli. Ég liefi allmikið