Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 123
116 Ólafur Björnsson: Prestaiéiagsriiið
böli og sorg, en flytja í staðinn birtu og yl til allra barna
þjóðfélagsins.
Það væri mjög æskilegt:
Að geta sent góðan mann út í söfnuði landsins til þess
að vinna að stofnun sunnudagaskóla og aðstoða presta
á ýmsan hátt i viðleitni þeirra til kristilegra áhrifa á
æskulýð landsins.
Að styrkja guðfræðikandídata og guðfræðistúdenta til
þess að aðstoða presta í erfiðum preslaköllum, eða til
þess á annan hátt að lcynnast prestlegum störfum, eða
vinna að mannúðar- og liknarstarfsemi.
Að senda prestvigðan mann til fyrirlestrahalda í al-
þýðuskólum vorum. Hefir t. d. skólastjórinn á Laugum í
Þingeyjarsýslu farið þess á leit við Prestafélag fslands, og
aðrir skólar síðar beðið þess sama. Hafa nokkrir prestar
orðið við þessum beiðnum, án nokkurs endurgjalds.
Að efla sem bezt samvinnu við barnakennara landsins,
svo að kristindóms kensla í skólunum geti náð sem bezt-
um árangri.
Að koma af stað útgáfu kristilegra blaða og bóka, til
eflingar kristilegri menningu.
Að koma af stað mannúðar og líknarstarfsemi, barna-
hcimilum, skipulagning hjúkrunarfélaga úti um land og
annari líknarstarfsemi, o. fl.
Að styðja og styrkja starf mcðal sjómanna.
Að koma upp og styrkja bókasöfn á fiskiskipum, o. fl.
o. fl.
Þér sjáið á því, sem hér er talið, að það eru nóg verk-
efni fyrir höndum, verkefni, sem þörf er að leysa til bless-
unar fyrir þjóð vora, verkefni, sem hægt er að inna af
hendi að meira eða minna leyti, ef þjóðin sjálf skilur og
vill.
Kirkjan þarf og vill halda áfram að vera frömuður
mentunar og mannúðar í landi voru, og það er áreiðan-
lega haldlæzt enn sem fyr, að reisa slíkt starf á kristi-