Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 135
Prestafélagsritlð.
KIRKJUHERINN ENSKI.
Þegar ég dvaldi í Englandi síðastliðinn vetur, kyntist
ég Kirkjuhernum enska og stofnanda hans, Wilson Car-
lile. Verður ekki sagt frá þessari merku stofnun til neinn-
ar hlítar, nema dregin séu fram nokkur helztu atriðin
úr æfi þessa ágæta frömuðar hennar og fulltrúa. — Hún
hlýtur að verða hugðnæm saga þess manns, er fórnaði
öllum veraldargæðum til þess að gerast fátækur aðstoð-
arprestur og siðan vekur lireyfingu innan kirkjunnar,
sem setja má á bekk með Fransiskönum og Methodist-
um. Slík er saga Wilsons Carlile.
Wilson Carlile fæddist í Brixton 14. janúar 1847. Fað-
ir hans og móðurafi voru efnaðir kaupsýslumenn. Hjá
þeim naut Carlile hinnar fyrstu fræðslu í verzlunarfræð-
um, er síðar kom lionum að góðu haldi við skipulagn-
ingu Kirkjuhersins. — Móðir Carlile var góð kona og mik-
ilhæf. Kendi hún snemma syni sínum að sýna samúð
fátækum mönnum og þeim, er brasað höfðu, því að hugur
hennar var fullur góðvildar og hjálpfýsi. — Frá móður
sinni erfði Carlile frábæra tungumálahæfileika, enda afl-
aði haifn sér góðrar þekkingar í grísku, latínuoghebresku,
og fagnaðarerindið prédikaði liann á ensku, frönsku, þýsku
og ítölsku. Til móður sinnar sótti Carlile og hæfileika á
sviði sönglistarinnar, er hann notaði dyggilega í þjón-
ustu meðbræðra sinna.
Walson Carlile var ekki sérlega sterkbygður að upplagi-
En saga bernskuára hans sýnir, hvernig viljastyrkur og