Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 142
Pi'estafélagsiitlö.
Kirkjuherinn enski.
135
Til eru mörg fögur dæmi þess, að börn og konur fang-
anna beri lúna mestu umhyggju fyrir föður og eigin-
nianni.
Einn trúboði Kirkjubersins segir svo frá: „Af augna-
ráði fangans sá ég, að hugsanir hans voru hjá konu og
börnum. 1 klefa hans var bréf skrifað með hendi lítillar
stúlku: „Kæri faðir minn, vertu alls ekki hugsjúkur —
nú er tíminn bráðum liðinn. Við komumst af án vinnu-
konu.......Kæri faðir, reyndu að missa ekki kjarkinn,
vegna sjálfs þín og okkar allra“. — Ef til vill er þó enn
hjartnæmari orðsending til fanga, sem er ekki góður mað-
lir sjálfur, en á guðhrædda og' ágæta konu. Uppáhalds-
barnið þeirra hefur dáið. Móðirin skrifar ástúðlega um
fráfall þess og notar tækifærið til þess að livetja manninn
til að bæta ráð sitt: „Aður en hún dó, bað hún okkur
llrn að leggja Biblíuna í rúmið hjá sér. Því naest spurði
kún um pabba, og við sögðum henni, að við værum hrædd
llrn, að pabbi gæti ekki komið að sjá hana núna. Þegar
VlS spurðum hana, hvort það væri nokkuð, sem við gæt-
Urn sagt pabba frá henni, þegar hann kæmi aftur, sagði
kún ofur hægt: „Segið pabba að drekka ekki framar“ “.
Það mætti sannarlega vera steinhjarta, sem slík orð-
Sending hefði engin álirif á.
Margir álíta, að glæpamennirnir verði ekki bættir, þeir
Seu stétt út af fyrir sig, með eðlishvötum, sem ekki verði
l|pprættar. En þó að margir glæpamenn séu djúpt fallnir,
°g þó að erfiðleikarnir, er mæta mönnum, sem koma úr
fangelsum séu miklir, þá er samt ekki vonlaust um þá.
Kirkjuherinn veit mörg dæmi þess, að menn hafi snúið
f>aki við glæpunum og lifað mörg ár heiðvirðu lífi. Vinnu-
áeiniili Kirkjuhersins hafa orðið til mikillar hjálpar. Og
l3ví má ekki gleyma, að margir vinnuveitendur eru fegnir
geta gefið fyrverandi fanga tækifæri til að geta unnið
fjT'ir sér á heiðarlegan hátt. Er það siður Kirkjuhersins
a® gefa vinnuveitendum allar upplýsingar um hinn til-
v°nandi verkamann. Hversu hyggilegt það er, sýnir saga