Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 143
136
Dagbjartur Jónsson:
Prestafélagsritið.
sú, er hér fer á eftir: Maður nokkur hafði verið dæmdur
þrjátíu og sex sinnum til fangelsisvistar, þegar hann var
látinn laus i siðasta sinn, fyrir sextán árum. Vinnuveit-
anda nokkrum voru gefnar fullar upplýsingar um sögu
mannsins, og þó að hún hlyti að vera máluð dökkum
dráttum, fékk hann samt vinnu. Eftir hálft tíunda ár
komst einn samverkamannanna á snoðir um sögu þessa
manns og sagði vinnuveitandanum, sem þegar var kunn-
ugur öllum málavöxtum. Hinar hreinskilnislegu upplýs-
ingar, er vinnuveitandinn hafði fengið í upphafi, björguðu
verkamanninum frá frekari óþægindum öll þessi ár, sem
síðan eru liðin.
Hið mikla og ágæta starf Kirkjuliersins í þarfir fang-
anna hefir ekki verið unnið fyrir gíg. Þeir, sem ekkert
þekkja til fangelsislífsins, mundu undrast stórlega, liversu
mikill fjöldi manna hefir í raun og veru snúið sér til Guðs
í fangelsisklefunum og sýnt trú sína, ekki aðeins með fyr-
irmyndarbreytni, heldur og með því að leitast við að hjálpa
öðrum föngum á allan hátt, sem í þeirra valdi stendur.
Og þakklætishug sinn til Kirkjuhersins hafa þeir sýnt á
ýmsan hátt. Hafa margir þeir, sem hafa verið fangar áð-
ur, styrkt liann með fégjöfum, þegar þeim liefur vaxið
fiskur um hrygg.
En yfirvöldin ensku hafa einnig kunnað að meta liina
ágætu starfsemi Kirkjuhersins í samhandi við fangelsin.
Árið 1900 gáfu þau lionum opinhera viðurkenningu, sem
„Félagsskap til hjálpar þeim, sem hefðu verið látnir laus-
ir úr fangelsi“.
Þessi viðurkenning styrkti aðstöðu félagsskaparins til
muna, því að hún var ekki aðeins trygging fyrir hjálp
hins opinbera, heldur gerði hún einnig Kirkjuherinn enn
meir aðlaðandi í augum fanganna sjálfra.
Bezta viðurkenningin fyrir starfi Kirkjuhersins í þágu
enslcra fanga er þó sú gleðilega reynsla, að frá því er
hann hóf starfsemi sína hefir tala þeirra minkað hér