Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 149
142
Björn B. Jónsson:
Prestafélagsritlð.
þjóð, eða nokurri annari þjóð, ríður jafnmikið á að
vita með vissu eins og það, hvar Jesús Krístur á heima.
Ég hefi það fjTÍr satt, að út um alla veröldina séu ótal
sálir að spyrjast fyrir um það um þessar mundir, hvar
Jesús Kristur eigi heima. Mér skilst, að andlegt gjaldþrot
yfirstandandi tíma hafi knúð afar-mildnn fjölda þeirra
manna, sem leggjast djúpt eftir úrlausnum á vandamál-
um samtíðarinnar, til þess að spyrja sjálfa sig og spyrja
aði*a að þvi, hvar hann nú eigi heima, sá hinn heilagi
andi, sem bjó í fullkomnustu, helgustu og bezlu mann-
verunni, sem lifað hefir á jörðunni. Vér erum mennirn-
ir næsta ólikir þverir öðrum, en inst og' dýpst i sálum
vorum þráum vér raunar allir eitl og hið sama — þrá-
um Guð, og finnum að án hans fáum vér ekki lifað. Og
ósjálfrátt finnum vér það með sjálfum oss, að ef vér
getum komið þangað, sem Jesús Kristur á heima, þá er
Guð þar að finna. Þekking vor allra á guðdómlegurn
hlutum er mjög takmörkuð, og vér gerum oss ólíkar
mjmdir af hinum altskapanda, allsvaldanda eilífa anda.
sem vér þráum eins og ungbarnið þráir brjóst móður
sinnar; en allir höfum vér það á tilfinningunni, að ef
oss auðnast að koma þangað, sem Jesús Kristur á heima,
þá sé þar hjarta Guðs að finna; og ósjálfrátt finnum vér
það einnig, að sérhvað gott og guðlegt, sem i oss býr,
fengi þá fyrst að njóta sín, ef vér gætum verulega flutt
oss þangað, sem Jesús Kristur á heima.
Með skýrskotun til Guðs orðs og þess, er Jesús lét sjálf-
ur um mælt, vil ég nú benda yður á þrjá staði, þar sem
Jesús Kristur á áreiðanlega heima.------
Fyrsti staðurinn, er ég bendi á, þar sem Jesús Kristur
á heima, er guðleg dýrðin til föðursins hægri handar-
Sjálfur hefir Jesús tilkynt það heimilisfang sitt. Þangað
bauð liann þeim að beina hænum sínum. Þar sagðist
Iiann mundu talia á móti þeim. Fyrir því syngur og öll
Guðs kristni:
„Vér horfum allir upp til þin