Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 168
Pfestafélagsrilið.
Prestafélagið.
Í61
nauíSsyn aukinnar samvinnu meðal kirkjunhar manna, austan
hafs og vestan. Skýrði sérá Björn frá þvi, að árið 1935 yrði
50 ára afmæli Ev.lút. kirkjufélagsins vestra haldið hátíðlegt,
°g vænti þess, að íslenzka kirkjan sendi þá fulltrúa vestur.
Bundurinn þakkaði þeim hjónum hjartanlega komuna og sam-
''istirnar og bað þau skila beztu kveðju til safnaðanna vestan
hafs.
X. Prestkvennafundur. — í sambandi við aðalfundinn var
Préstkvennafundur, sem skýrt er frá á öðrum stað i ritinu.
XI. Guðsþjónusta og almehn samkoma. Mánudaginn kl. 3
siðdegis hófst guðsþjónusta fyrir fullri kirkju. Fór hún fram
samkvæmt nýju helgisiðabókinni, sem er i vændum. Sigurgeir
Sigurðsson prófastur á ísafirði prédikaði, séra Garðar Þor-
steinsson þjónaði fyrir altari, en ágætur söngflokkur söng
undir stjórn Bjarna Bjarnasonar bónda á Skáney. Mun flestum
eða öllum, er voru við guðsþjónustu þessa hafa þótt hún til-
komumikil og fögur.
Nokkru eftir guðsþjónustuna hófst almenn samkoma i kirkj-
Unni. Flutti séra Ásmundur Guðmundsson háskólakennari þar
erindi: Kirkjan og vorir tímar. Síðan hófust umræður og töl-
uðu þar alls 9 menn. Mun mörgum samkoma þessi minnisstæð.
Fundarmenn, sem urðu samferða frá Reykjavik, fóru Hval-
Harðarleiðina upp eftir, en Kaldadal aftur suður. Gjörði góða
v’eðrið sitt til að ferðirnar urðu hinar ánægjulegustu. Fanst
uiönnum mikið til um Borgarfjörð í sumardýrðinni og viðtök-
ur Borgfirðinga. í Reykholti var gestum fagnað ágætlegá og
Var dvölin þar á allah hátt hin bezta. Samhugur ríkti hjá
fundarmönnum og treysti bræðraböndin á milli. Gestirnir
v’estan um haf og prestskonurnar juku áhrif fundarins með
uhuga sínum á máluin hans. Alt þetta varð lil jiess, að auka
gildi fundarins, og menn þeir, sem sóttu hann, vænta góðs
arangurs af honum og mun hann verða þeim minnisstæður.
7. Stjórn félagsins.
í stað séra Skúla prófasts Skúlasonar var dr. tlieol. Magnús
'fónsson prófessor kosinn í stjórnina, en hinir voru endurkosnir.
^tjórnina skipa þvi:
Prófessor Sigurður P. Sívertsen, formaður.
Dócent Ásmundur Guðmundsson.
Prófastur Bjarni Jónsson.
^éra Friðrik Hallgrimsson, ritari.
u