Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 171
164
Frá Kirkjuráði.
PrestafélagsritiP'.
ið á með liknarfélögum, er starfa hér á landi, og treystir því,
að þeirri nefnd, er kosin var á fundi Prestafélagsins, takist að
koma þessari hugmynd í framkvæmd".
Útgáfa frimerkja með gfirverði: „Ef til þess kæmi, að
póststjórninni yrði veitt heimild til 'þess að gefa út sérstakau
flokk frímerkja með yfirverði, til styrktar líknarstarfsemi i land-
inu, og ef stofnaður yrði sérstakur líknarsjóður af ágóða þeirrar
frímerkja-útgáfu, vill Kirkjuráðið fara þess á leit við atvinnu-
og samgöngumálaráðuneytið, að í samþykt fyrir líknarsjóð
þennan verði Kirkjuráðinu trygður réttur til þess að tilnefna
einn mann i stjórn sjóðsins“.
IV. MáJ, sem skotið er til j)ings og stjórnar.
a. Fæklain presla: „Þar sein allir héraðsfundir og mikill
fjöldi safnaðarfunda um land alt hafa samþykt eindregin mót-
mæli gegn fækkun prestakalla og fjölmennasti safnaðarfundur
landsins liefir óskað, að prestum yrði fjölgað hjá sér, væntir
Kirkjuráðið þess fastlega, að engin breyting verði gerð á skip-
un prestakalla gegn yfirlýstum vilja safnaðar".
b. Embættiskostnaðnr presta: „Kirkjuráðið samþykkir svo-
hljóðandi tillögur til kirkjustjórnarinnar varðandi embættis-
kostnað presta:
„Þeir prestar, sem þjóna prestaköllum með yfir 1000 íbúum
fái 700 kr. Ennfremur fái þeir prestar 700 kr., sem ekki haia
sérstaka prestsíbúð, svo og þeir prestar, sem þjóna 4 kirkju-
sóknum eða fleirum.
Þeir prestar, sem hafa notið styrks til embættisferða á sjó,
haldi sama styrk frainvegis.
Þegar prestar þjóna nágrannaprestaköllum gegn hálfum laun-
um, njóta þeir að auki 500 kr. i embættiskosinað“.
c. Fjárframlög til frjálsrar kirkjulegrar starfsemi: (a) „Kirkju-
ráðið skorar á Aljþingi að breyta lögum nr. 54, 7. maí 1928,
um menningarsjóð, þannig, að Vi liess fjár, sem sjóðnum á-
skotnast árlega, verði fenginn Kirkjuráðinu til umráða til
frjálsrar kristilegrar menningarstarfsemi".
(b, til vara): „Þar sem allmörg prestaköll verða að hlíta þjón-
ustu nágrannapresta gegn hálfum launum, skorar Kirkjuráðið á
Alþingi, að veita sem svarar tvennum prestslaunum af fé því,
sem við það sparast, til þess að styrkja frjálsa kirkjulega starf-
semi undir yfirumsjón Kirkjuráðsins".
d. Bregting á lögum um atmannafrið á helgidögum: „Kirkju-
ráðið skorar á Alþingi að gera að minsta kosti eftirfarandí
breytingar á lögum nr. 45,. 15. júni 1920, um alinannafrið á