Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 173
166
Prestkvennafundurinn 1933. Prestaféiagsritié.
þeim húsum, sem vígð eru Drotni til helgihalds og tilbeiðslu.
Fundurinn beinir því þeirri áskorun til sóknarnefnda víSs-
vegar í landinu, aS þær láti kjósa sérstakar kirkjunefndir, sem
konur eigi sæti i, til þess að annast slík störf í þarfir kirkj-
unnar“.
2. Þá flutti frú Emilía Briem erindi um hjúkrunarmálin.
Benti hún á hina aðkallandi þörf þess, að hjúkrunarmálum
yrði komið í betra horf í sveitum landsins, þar sem annriki á
heimilum og fólksekla yrði þess oftlega valdandi, oð sjúklingar
færu mjög á mis við nauðsynlega aðhjúkrun. — Málið var rætt
allýtarlega og svohljóðandi ályktun samþykt:
„ÞareS fundurinn lítur svo á, að nauðsyn beri til að bætt
verði úr því vandræða ástandi, sem víða á sér stað í sveitum
og afskektum héruðum Iandsins, sökum fólkseklu á heimilun-
um, þegar veikindi ber að höndum, ályktar fundurinn að
skora á safnaðarstjórnir landsins, að taka höndum saman við
kvennfélögin, þar sein þau eru starfandi, til þess, í samráði
viS hlutaðeigandi héraSslækna, aS koma þessu brýna nauð-
synja- og velferðamáli sveitaheimilanna í viðunandi horf“.
3. Fundinum barst bréf frá Mæðrastyrksnefndinni i Reykja-
vík. Efni þess var uin almennan mæðradag, er verja skuli til
fjársöfnunar lianda bágstödduin mæSrum, og ennfremur til
þess að heiðra minningu mæðranna á ýmsan hátt. — Fundar-
konur lýstu ánægju sinni yfir tillögum nefndarinnar, en létu
júafnframt í ljósi það álit sitt, að sú fjársöfnun, sem fyrir
MæSrastyrksnefndinni vakir, muni tæplega koma að fullum not-
um utan kaupstaðanna, enda sé þörfin brýnni þar, heldur en
í sveituum yfirleitt. Eftirfarandi fundarsamþykt var gjörS aS
loknum umræðum:
„Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir tillögum Mæðrastyrks-
nefndarinnar um almennan mæðradag. Hinsvegar lítur fundur-
inn svo á, að vegna staðhátta i sveitum yfirleitt muni slík
fjársöfnunarstarfsemi tæplega ná tilgangi sinum þar, og verða
allörðug viðfangs. Aftur leggur fundurinn áherilu á, að slík
starfsemi verSi framkvæmd í kaupstöðum landsins, og telur það
mikilsvarðandi mál, sem öllum góðum mönnum beri að styðja".
Þá var rætt um, að heppilegt væri, að prestkonur landsins
byndu með sér félagsskap á svipaðan hátt og prestarnir, og
héldu árlega ársfundi jafnhliða Prestafélagi íslands, til þess aS
ræða áhugamál sín og kynnast hver annari. — Engin ákvörð-
un var þó tekin um málið að þessu sinni, þar eð fáar konur
sátu fundinn og málið ekki nægilega vel undirbúið.