Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 174
Prestaféiagsritío. Frá samvinnunefnd Prestafél.
167
Frú Ingiríður Jónsson, kona séra Björns B. Jónssonar frá
Winnipeg, avr á fundinum og fræddi fundarkonur um ýms safn-
aðarmál landa í Vesturheimi.
Fundi var slitið með sameiginlegri bænargjörð.
Fundinum stýrði frú Emilín Briem. Fundarritari var frú Guð-
i*ún Lórusdóttir. G. L.
FRÁ SAMVINNUNEFND
PRESTAFÉLAGSINS.
Nefnd sú, er aðalfundur Prestafélagsins 1932 kaus til þess
að semja frumvarp að nýrri helgidagalöggjöf, lauk því starfi
siðstliðinn vetur. En frumvarpið var borið mjög seinl fram
á Alþingi og dagaði uppi.
Hinsvegar hefir það náð fram að ganga, að Alþingi hef-
ir numið burt úr stjórnarskrá landsins það ákvæði, er svift-
ir þá nxenn almennum réttindum, sem þegið hafa sveitarstyrk.
Mötuneyti safnaðanna tók til starfa miklu fyr en áður, 8.
október. Var sama forstöðunefnd áfram fyrir því, að við-
bættum 3 mönnum, og sömu þrir mennirnir og áður höfðu
á hendi aðalframkvæmdirnar, þeir Gísli Sigurbjörnsson
kaupmaður, Magnús V. Jóhannesson fátækrafulltrúi, og Sig-
urður Halldórsson trésmíðameistari. Að öðru leyti skifti um
starfsfólk. Ráðskonan var Helga Marteinsdóttir.
Reynslan sýndi það, að þörf var að byrja á mötuneytinu
svo snemma. Þegar 1. daginn komu 32 menn og um miðjan mán-
tiðinn 100. Flestir fengu máltiðirnar ókeypis, en ætlast var til
50 aura greiðslu af þeim, sem gátu borgað.
Jafnframt var leitast við að halda uppi fræðslustarfi í
Franska spitalanum, 2 stundir á hverju kvöldi. Skyldi kendur
reikningur, íslenzka, íslendingasaga, islenzk bókmentasaga o.
f1-, og erindi flutt um ýmiskonar efni. Þessa kenslu færðu menn
sér lítt i nyt, nema helzt vóru erindin sótt, enda voru þau
flutt af ágætum fyrirlesurum. Fræðslustarf þetta lagðist því
niður seint í desember. Sunnudagaskóli fyrir börn var þó
baldinn allan veturinn, og fór aðsókn að honum vaxandi
fram yfir nýár. Börnin settu það ekki fyrir sig, þótt blind-
bylur væri, og sýndu mikinn áhuga á því að sækja skólann.