Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 177
170
Barnaheimilisstarf Þjóðkirkj. Prestaiéingsritie.
Ætlast var til, að hvert félag væri nafngreint og upplýsing-
ar gefnar um meSlimafjölda hvei-s fyrir sig, aidur og annað,
sem talið væri máli skifta. Sömuleiðis var beðið um nafn for-
manns og utanáskrift hans. Alls voru send 107 bréf, en enn
hafa aðeins fengist svör við 47 af þeim. Þar af hafa 38 tilgreint
félög, sem að meira eða minna leyti létu líknarmál til sin taka.
Félög þessi skiftust þannig:
6 félög, sem eingöngu hafa líknarmál á stefnuskrá sinni.
(ii félag, sem að einhverju leyti hafa liknarmál á stefnuskrá.
Af þeim síðarnefndu voru 57 kvennfélög, 3 ungmennafélög
og 1 stúka.
Með því að ekki fengust fleiri svör fyrir s. 1. vor, og tíminn
var orðinn naumur, þá sá nefndin sér ekki fært, að boða til
fulltrúafundar á þessu sumri. Hinsvegar hefir nefndin nú í
hyggju, að boða lil slíks fundar í Rykjavík á komandi sumri,
að líkindum í sambandi við landsfund kvenna. Er það því ein-
dregin ósk nefndarinnar, að þeir prestar, sem enn eiga ósvarað
spurningum nefndarinnar, gjöri það hið allra fyrsta, og sendi
svör sin til formanns nefndarinnar cand. theol. Sigurbjarnar
Á. Gíslasonar i Reykjavík, eða til ritara nefndarinnar séra
Garðars Þorsteinssonar í Hafnarfirði.
Hafnarfirði, 4. sept. 1933.
Garðar Þorsteinsson.
BARNAHEIMILISSTARF
ÞJÓÐKIRKJUNNAR.
Barnaheimilið Sólheimar starfar með líkum liætti og fyr
undir stjórn Sesselju Sigmundsdótlur. Sex dagsláttur hafa ver-
ið plægðar og herfaðar til viðbótar við túnið, lagað umhverf-
is húsið og sleypt við kjallara þess. Garðrækt vex og er þeg'
ar orðin til mesta hagræðis fyrir heimilið. Akfær vegur er
kominn heim í hlað.
Eftirlit með heilbrigði og þroska barnanna hefir ólafur
læknir Einarsson, og vegur hann þau og mælir mánaðarlego.
Umsögn hans um heimllið er lofsamleg, og aðrir þeir, seiu
þangað hafa komið til þess að hafa með því opinbert eftif'
lit, hafa gefið því góðan vitnisburð. Slík meðmæli hnektu a®