Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 179
172
íslenzkar bækur.
Prestafélagsritl6.
kristilegum boðskap þessara tíma. Og það er ætlun þess, er
þetta ritar, að almenningi sé það meiri sálubót og menningar-
auki, að kynna sér sem vandlegast það bezta, sem hér er ritað
um kristileg efni, en að lesa margt það annað, sem ritað er hér í
blöð og tímarit í menningarinnar nafni.
Jón biskup er afkastamikill rithöfundur, og undrast það ekki
kunnugir, sem þekkja starfsfjör hans og vinnugleði. Rit hans
eru orðn mörg, auk styttri ritgjörða í íslenzkum og norrænum
tímaritum, og fjalla yfirleitt um fræðigrein hans, kirkjusöguna,
en jafnframt önnur sagnfræðileg efni. Væri drjúgt skarð fyrir
skildi í íslenzkum sagnfræðum, ef hans liefði ekki við notið.
í hinni nýju húslestrabók kynnumst vér höfundinum frá ann-
ari hlið en hinni sagnfræðilegu. Hér kynnumst vér guðrækni
hans og' trúarlegri íhugun. En jafnframt gætir einnig hinnar
staðgóðu guðfræðiþekkingar. Allar ræðurnar bera vott um lær-
dómsmanninn og kennarann áhugasama, sem vér lærisveinar
hans könnumst svo vel við. En jafnframt eru þær ákveðinn og
skýr vitnisburður um Krist, kristilega trú og kristilegt líf. Það
er bersýnilega höfuðtilgangur höfundar, eins og bæði nafn
prédikanasafnsins og orð höfundarins í formálanum segja og
sanna. Ræðurnar bera allar vott um það, að mikil vinna og
vandvirkni liggur á bak við þær. Höfundurinn hefir viljað bera
þann boðskap, sem honum er svo hjartfólginn, fram í þvi formb
sem honum þykir fegurst. Fylgir hann yfirleitt þrískiftingunni,
segir greinilega til umtalsefnis og rekur það hugsunarrétt út i
æsar. Verður því ekki neitað, að þetta er fagurt form, enda
þótt það sé ekki haft i eins miklum metum nú og áður vaf.
Vil ég taka það fram, að það hefir yfirleitt aukið á ánægju
mina við lestur þessara prédikana, að mér hefir fundist þetta
fagra form falla eðlilega að efninu í ræðunum. En það er
vitaskuld fyrir þá sök, að höf. kann svo vel með formið að
fara, að það misbýður ekki efninu, né sníður þvi of þröngan
og stirðan slakk.
Efni prédikana þessara er margbreytt. Þarna eru ræður, sein
gera grein l'yrir guðfræðisskoðun höfundarins, eins og t. d-
„Trú og sannanir", „Kraftaverkin", „Hin kristilega guðshug-
mynd“, „Hvað er kristindómur?“, „Vistaskiftin miklu“, o. s. fi-v-
Kristsprédikun höfundarins kynnumst vér í ræðum eins og;
„Jesús, brauð lifsins", „Góði hirðirinn", „Jesús Kristur
grundvöllur guðslífsins", „Vinur syndaranna”, „Fylling g11®
legrar opinberunar“, „Jesús Kristur er sól sálar vorrar“, „Manns-
sonurinn", „Komið til mín“, o, s. frv. Annars eru allar ræðurn-
ar Kristsprédikanir, hvort sem þær eiga við hátíðir eða aðra